Ánægð með að fara á lán til Svíþjóðar fyrst og stefnir á að vera best í heimi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2020 13:00 Sveindís Jane í sínum fyrsta A-landsleik. Hún skoraði tvö mörk í 9-0 sigri. Vísir/Vilhelm Í gær var staðfest að Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hafi samið við Þýskalandsmeistara Wolfsburg. Hún verður þó lánuð til Svíþjóðar fyrst þar sem hún mun leika með Íslendingaliði Kristianstad. Hin 19 ára gamla Sveindís Jane lék á alls oddi með Íslandsmeisturum Breiðabliks síðasta sumar en þar var hún í láni frá uppeldisfélagi sínu Keflavíka. Hún endaði tímabilið hér heima sem Íslandsmeistari, markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með 14 mörk og var á endanum valin leikmaður ársins. Þá lék hún sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sín fyrstu mörk. Í gær var staðfest að Sveindís Jane væri á lið til Þýskalandsmeistara Wolfsburg en félagið hefur unnið bæði deild og bikar undanfarin fjögur ár. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Lyon, 3-1. Hún samdi við Wolfsburg til fjögurra ára. Sveindís er spennt fyrir skrefinu og sátt með að fara til Íslendingaliðs Kristianstad í Svíþjóð fyrst um sinn. Liðið endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og leikur því í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins og varnarjaxlinn Sif Atladóttir leikur einnig með liðinu. Virkilega spennandi tímar hjá okkur Velkomin elsku Sveindís https://t.co/Sxif07kRu2— Sif Atladóttir (@sifatla) December 28, 2020 „Mjög góð, eiginlega bara geggjuð. Ég er eiginlega ekki sjálf að trúa þessu en þetta er raunveruleikinn. Ég var búin að tala við önnur lið og svo kom þetta frekar óvænt svo ég gat ekki sleppt þessu,“ sagði Sveindís Jane um tilfinninguna sem fylgir því að hafa samið eitt besta lið í heimi í viðtali við Pál Ketilsson hjá Víkurfréttum. Viðtalið birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá hér að neðan. „Ég er mjög spennt. Þekki ágætlega til hennar og hún er frábær þjálfari,“ sagði Sveindís Jane að lokum varðandi hvernig það væri að fara á láni til Kristianstad. Í viðtali við Fótbolti.net var Sveindís Jane svo spurð út í langtímamarkmið sín. „Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt. Núna fæ ég að spila með bestu leikmönnunum og það er langtímamarkmiðið.“ Fótbolti Íslenski boltinn Þýski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Hin 19 ára gamla Sveindís Jane lék á alls oddi með Íslandsmeisturum Breiðabliks síðasta sumar en þar var hún í láni frá uppeldisfélagi sínu Keflavíka. Hún endaði tímabilið hér heima sem Íslandsmeistari, markahæst í Pepsi Max-deild kvenna með 14 mörk og var á endanum valin leikmaður ársins. Þá lék hún sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sín fyrstu mörk. Í gær var staðfest að Sveindís Jane væri á lið til Þýskalandsmeistara Wolfsburg en félagið hefur unnið bæði deild og bikar undanfarin fjögur ár. Þá fór liðið alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð þar sem það beið lægri hlut gegn Lyon, 3-1. Hún samdi við Wolfsburg til fjögurra ára. Sveindís er spennt fyrir skrefinu og sátt með að fara til Íslendingaliðs Kristianstad í Svíþjóð fyrst um sinn. Liðið endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og leikur því í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins og varnarjaxlinn Sif Atladóttir leikur einnig með liðinu. Virkilega spennandi tímar hjá okkur Velkomin elsku Sveindís https://t.co/Sxif07kRu2— Sif Atladóttir (@sifatla) December 28, 2020 „Mjög góð, eiginlega bara geggjuð. Ég er eiginlega ekki sjálf að trúa þessu en þetta er raunveruleikinn. Ég var búin að tala við önnur lið og svo kom þetta frekar óvænt svo ég gat ekki sleppt þessu,“ sagði Sveindís Jane um tilfinninguna sem fylgir því að hafa samið eitt besta lið í heimi í viðtali við Pál Ketilsson hjá Víkurfréttum. Viðtalið birtist í Sportpakka Stöðvar 2 í gær og má sjá hér að neðan. „Ég er mjög spennt. Þekki ágætlega til hennar og hún er frábær þjálfari,“ sagði Sveindís Jane að lokum varðandi hvernig það væri að fara á láni til Kristianstad. Í viðtali við Fótbolti.net var Sveindís Jane svo spurð út í langtímamarkmið sín. „Ég ætla að verða besti leikmaður í heimi. Það er markmiðið mitt. Núna fæ ég að spila með bestu leikmönnunum og það er langtímamarkmiðið.“
Fótbolti Íslenski boltinn Þýski boltinn Sænski boltinn Tengdar fréttir Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Wolfsburg kaupir Sveindísi Þýskalandsmeistarar Wolfsburg hafa keypt landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur frá Keflavík. Hún verður lánuð til Kristianstad í Svíþjóð á næsta tímabili. 28. desember 2020 09:18
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó