Enski boltinn

Krefjast allra gagna eftir að leik kvöldsins var frestað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi og félagar fagna sigurmarkinu í síðasta leik.
Gylfi og félagar fagna sigurmarkinu í síðasta leik. Alex Pantling/Getty Images

Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka hvers vegna leikur Everton og Manchester City, sem átti að fara fram í kvöld, hafi verið frestað.

Kórónuveirusmit greindist í herbúðum Manchester City svo leikurinn sem átti að fara fram á Goodison Park í kvöld var frestað.

Everton sendi svo frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem þeir segja að allir leikmenn liðsins sem og starfsfólk liðsins og vallarins hafi verið klárt í leik kvöldsins.

Leikdagur sé stór hluti af þeirra lífi og það hafi verið stórt kvöld framundan er stórlið City kæmi í heimsókn.

Í yfirlýsingu Everton segir enn fremur að þeir munu alltaf hafa heilsufarsjónarmið í fyrsta sæti.

Þó munu þeir munu óska eftir því að fá afhent öll gögnin sem Man. City sýndi úrvalsdeildinni fram á svo að leiknum var frestað.

Everton er í öðru sæti deildarinnar og leikur næst gegn West Ham á nýársdag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×