Bóluefnið kom í lögreglufylgd til Danmerkur: „Til hamingju við öll“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 11:37 Dreifing á bóluefni Pfizer er hafin innan Evrópusambandsins. Pfizer Klukkan 05:58 í morgun komu fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn covid-19 í hús til dönsku sóttvarnastofnunarinnar Statens Serum Institut (SSI) á Amager í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa verið flutt yfir landamærin til Danmerkur í lögreglufylgd verður bóluefninu nú dreift milli landshluta. Stefnt er að því að bólusetning hefjist í fyrramálið klukkan níu. Danskir fjölmiðlar birtu í morgun myndskeið af því þegar flutningabíll í lögreglufylgd ók í hlað í Kaupmannahöfn. „Eftir mánaða bið geta fyrstu Danirnir nú séð fram á að vera bólusettir gegn kórónuveriunni,“ segir í frétt TV 2. „Mér finnst við mega segja til hamingju við öll. Þetta er stór dagur. Við erum mjög spennt og glöð,“ er haft eftir Anne Marie Vangsted, forstjóra Testcenter Danmark, stofnunarinnar sem annast hefur skimun fyrir covid-19 í Danmörku. Fyrsta sendingin til Danmerkur samanstendur af 9750 skömmtum af bóluefni frá Pfizer-BioNtech sem framleitt var í belgíska bænum Puurs. Bóluefnið var flutt með lögreglufylgd alla leiðina frá því komið var yfir landamærin og þar til það var komið inn um hliðið við húsakynni SSI á Amager. Þaðan verður efninu deilt niður til fimm sveitarfélaga. Fyrstu Danirnir til að verða bólusettir verður eldra fólk og þeir sem útsettir eru fyrir veirunni á hjúkrunarheimilum í fimm bæjum Danmerkur þar sem mikið hefur verið um smit. Þá verður útvalið heilbrigðisstarfsfólk meðal hinna fyrstu til að fá bóluefni. „Þetta er virkilega, virkilega yndislegt, að nú getum við fljótlega beitt viðspyrnu gegn kórónuveirunni með því að meðhöndla hana með virkum hætti, með því að búa til ónæmi svo maður verði ekki veikur,“ segir Henrik Ullum, forstjóri SSI. Danmörk Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Danskir fjölmiðlar birtu í morgun myndskeið af því þegar flutningabíll í lögreglufylgd ók í hlað í Kaupmannahöfn. „Eftir mánaða bið geta fyrstu Danirnir nú séð fram á að vera bólusettir gegn kórónuveriunni,“ segir í frétt TV 2. „Mér finnst við mega segja til hamingju við öll. Þetta er stór dagur. Við erum mjög spennt og glöð,“ er haft eftir Anne Marie Vangsted, forstjóra Testcenter Danmark, stofnunarinnar sem annast hefur skimun fyrir covid-19 í Danmörku. Fyrsta sendingin til Danmerkur samanstendur af 9750 skömmtum af bóluefni frá Pfizer-BioNtech sem framleitt var í belgíska bænum Puurs. Bóluefnið var flutt með lögreglufylgd alla leiðina frá því komið var yfir landamærin og þar til það var komið inn um hliðið við húsakynni SSI á Amager. Þaðan verður efninu deilt niður til fimm sveitarfélaga. Fyrstu Danirnir til að verða bólusettir verður eldra fólk og þeir sem útsettir eru fyrir veirunni á hjúkrunarheimilum í fimm bæjum Danmerkur þar sem mikið hefur verið um smit. Þá verður útvalið heilbrigðisstarfsfólk meðal hinna fyrstu til að fá bóluefni. „Þetta er virkilega, virkilega yndislegt, að nú getum við fljótlega beitt viðspyrnu gegn kórónuveirunni með því að meðhöndla hana með virkum hætti, með því að búa til ónæmi svo maður verði ekki veikur,“ segir Henrik Ullum, forstjóri SSI.
Danmörk Bólusetningar Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira