Erlent

Dreifing á bólu­efni Pfizer hafin innan Evrópu­sam­bandsins

Sylvía Hall skrifar
Bóluefni Pfizer á leið til Evrópulanda.
Bóluefni Pfizer á leið til Evrópulanda. Pfizer

Bólusetningar í aðildarríkjum Evrópusambandsins hefjast á morgun þann 27. desember, en öll ríki sambandsins munu byrja sama dag til þess að sýna fram á samstöðu. Fyrstu skammtar eru komnir til sambandsríkjanna.

Efnið er framleitt í verksmiðju Pfizer í Belgíu og hefur nú verið dreift til Bretlands, Frakklands, Danmerkur og Noregs, svo dæmi séu tekin. Fyrstu bólusetningar í Frakklandi verða á tveimur hjúkrunarheimilum samkvæmt frétt Guardian, á sama tíma og þær hefjast í öðrum aðildarríkjum.

Á Íslandi er stefnt að því að efnið komi til landsins á mánudag og að bólusetningar hefjist á þriðjudag. Öll lönd fá tíu þúsund skammta til að byrja með, sem dugar til að bólusetja fimm þúsund manns.

Búist er við að Ísland muni fá 3 til 4 þúsund skammta í hverri viku til loka mars á næsta ári.

Pfizer
Pfizer
Pfizer
Pfizer

Tengdar fréttir

Heimila notkun á bóluefni Pfizer á Íslandi

Lyfjastofnun hefur veitt bóluefni Pfizer og BioNTech gegn kórónuveirunni skilyrt markaðsleyfi hér á landi. Nú verður hægt að hefja bólusetningar hér á landi með bóluefninu þegar það verður tiltækt.

Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×