Fullvissaði Katrínu um aðgengi Íslands að bóluefni í „góðu símtali“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2020 11:20 Ursula von der Leyen birti þessa mynd með tísti sínu í morgun. Ætla má að myndin sýni forsetann í miðjum samræðum við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Twitter Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti símafund með Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um bóluefni gegn kórónuveirunni í morgun. Von der Leyen lýsti fundinum sem farsælum á Twitter í morgun og kvaðst hafa fullvissað forsætisráðherra að Ísland fengi bóluefni fyrir 27. desember. „Gott símtal við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Fullvissaði [Katrínu] um að Ísland fái einnig aðgang að fyrstu sendingum af bóluefninu í tæka tíð fyrir bólusetningardaga Evrópusambandsins, ef samþykki fæst í dag. Við stöndum öll saman í þessu,“ skrifar Von der Leyen á Twitter í morgun. Good phone call with Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister of Iceland. Assured @katrinjak that the first shipments of the vaccine can also be made available for Iceland in time for the #EUvaccinationdays, if the approval can be granted today. We're all in this together! pic.twitter.com/LRutNan9VR— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 21, 2020 Umræddir „bólusetningardagar“ eru dagana 27., 28. og 29. desember en þá er ráðgert að hefja bólusetningu með bóluefni lyfjaframleiðandanna Pfizer og BioNTech í löndum Evrópusambandsins. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu kemur saman í dag til þess að afgreiða umsókn Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefninu. Búist er við því að leyfið verði samþykkt og að bólusetning hefjist í kjölfarið. Þegar er byrjað að bólusetja með efninu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Fundar linnulaust um bóluefni í dag Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Vísi að Von der Leyen og Katrín hafi átt símafund um stöðu bóluefna í morgun. Þær hafi m.a. rætt tímalínu dreifingar og afhendingaráætlanir. Þá mun Katrín funda nær linnulaust um bóluefni í dag, að sögn Róberts. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hæfist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fær Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. Ráðgert er að bólusetning geti hafist hér á landi í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér skammta af bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. 21. desember 2020 10:31 Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
„Gott símtal við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Fullvissaði [Katrínu] um að Ísland fái einnig aðgang að fyrstu sendingum af bóluefninu í tæka tíð fyrir bólusetningardaga Evrópusambandsins, ef samþykki fæst í dag. Við stöndum öll saman í þessu,“ skrifar Von der Leyen á Twitter í morgun. Good phone call with Katrín Jakobsdóttir, Prime Minister of Iceland. Assured @katrinjak that the first shipments of the vaccine can also be made available for Iceland in time for the #EUvaccinationdays, if the approval can be granted today. We're all in this together! pic.twitter.com/LRutNan9VR— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) December 21, 2020 Umræddir „bólusetningardagar“ eru dagana 27., 28. og 29. desember en þá er ráðgert að hefja bólusetningu með bóluefni lyfjaframleiðandanna Pfizer og BioNTech í löndum Evrópusambandsins. Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu kemur saman í dag til þess að afgreiða umsókn Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefninu. Búist er við því að leyfið verði samþykkt og að bólusetning hefjist í kjölfarið. Þegar er byrjað að bólusetja með efninu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Fundar linnulaust um bóluefni í dag Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Vísi að Von der Leyen og Katrín hafi átt símafund um stöðu bóluefna í morgun. Þær hafi m.a. rætt tímalínu dreifingar og afhendingaráætlanir. Þá mun Katrín funda nær linnulaust um bóluefni í dag, að sögn Róberts. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að allar þjóðir Evrópu fái tíu þúsund skammta frá Pfizer strax fyrir eða um jólin. Síðan hæfist hlutfallsleg afhendingaráætlun fyrir öll ríki Evrópu. Samkvæmt henni fær Ísland milli þrjú til fjögur þúsund skammta á viku frá 27. desember og út mars. Ráðgert er að bólusetning geti hafist hér á landi í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu hefur Ísland tryggt sér skammta af bóluefni fyrir 87 prósent þjóðarinnar í gegnum samninga Evrópusambandsins við lyfjaframleiðendur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. 21. desember 2020 10:31 Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31 „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Bloomberg uppfærir Íslandstölur í bóluefnaúttekt Fréttaveitan Bloomberg hefur uppfært tölur fyrir Ísland í úttekt sinni um hversu mikið bóluefni fyrir kórónuveirunni ríki heims hafa tryggt sér. Ísland er nú sagt hafa tryggt sér bóluefni fyrir 61 prósent íbúa, sem er þó öllu minna en heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær í kjölfar úttektarinnar. 21. desember 2020 10:31
Bóluefni Pfizer gæti fengið markaðsleyfi í Evrópu á morgun Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu mun á morgun, mánudag, koma saman til þess að afgreiða umsókn lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19. 20. desember 2020 23:31
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24