Nýja afbrigðið greindist í Frakklandi Sylvía Hall skrifar 26. desember 2020 08:33 Afbrigðið hefur fundist í fleiri löndum en Bretlandi. Þó það sé meira smitandi er það ekki talið hættulegra að öðru leyti. Getty Nýja afbrigði kórónuveirunnar sem hefur náð að dreifa sér víða á Bretlandseyjum hefur greinst í Frakklandi. Þetta staðfesti franska heilbrigðisráðuneytið, en sá sem greindist er franskur ríkisborgari sem hafði komið frá Lundúnaborg þann 19. desember. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins en afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó bendir ekkert til þess að það sé hættulegra eða fólk veikist meira vegna þess. Einstaklingurinn sem greindist í Frakklandi var einkennalaus við greiningu og er nú í einangrun á heimili sínu í bænum Tours. Hann fór í sýnatöku þann 21. desember. Afbrigðið hefur einnig fundist í fleiri ferðalöngum frá Bretlandi. Japan staðfesti á föstudag að fimm hefðu greinst með afbrigðið eftir að hafa dvalið í Bretlandi og áður hafði verið staðfest að afbrigðið hefði fundist í Danmörku, Ástralíu og Hollandi. Fyrr í desember hafði afbrigðið fundist hér á landi hjá einstaklingi í landamæraskimun. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Ýmis lönd höfðu gripið til þeirra ráða að takmarka eða stöðva allar samgöngur frá Bretlandi eftir að afbrigðið fannst, en áður höfðu hertar aðgerðir verið tilkynntar á þeim svæðum þar sem það var í dreifingu. Frakkland var á meðal þeirra ríkja sem lokaði landamærum sínum en aflétti því á miðvikudag, með þeim skilyrðum að fólk framvísaði neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Þá hefur útgöngubanni verið aflétt í Frakklandi en yfirvöld telja smitstuðulinn ekki nægilega lágan til þess að grípa til frekari tilslakana. Því eru leik- og kvikmyndahús enn lokuð, sem og öldurhús og veitingastaðir. Þá má fólk ekki vera á ferðinni milli klukkan 20:00 og 06:00. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. 17. desember 2020 09:39 Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. 10. desember 2020 20:10 Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. 22. desember 2020 18:29 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins en afbrigðið sem um ræðir er talið vera allt að sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar. Þó bendir ekkert til þess að það sé hættulegra eða fólk veikist meira vegna þess. Einstaklingurinn sem greindist í Frakklandi var einkennalaus við greiningu og er nú í einangrun á heimili sínu í bænum Tours. Hann fór í sýnatöku þann 21. desember. Afbrigðið hefur einnig fundist í fleiri ferðalöngum frá Bretlandi. Japan staðfesti á föstudag að fimm hefðu greinst með afbrigðið eftir að hafa dvalið í Bretlandi og áður hafði verið staðfest að afbrigðið hefði fundist í Danmörku, Ástralíu og Hollandi. Fyrr í desember hafði afbrigðið fundist hér á landi hjá einstaklingi í landamæraskimun. „Þetta eru lönd sem eru ekki með neinar aðgerðir á landamærunum. Hér á Íslandi erum við með tvöfalda skimun og við höfum fundið einn einstakling með þessa veiru fyrr í desember. Hann fór bara í einangrun og það varð ekkert meira úr því,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Ýmis lönd höfðu gripið til þeirra ráða að takmarka eða stöðva allar samgöngur frá Bretlandi eftir að afbrigðið fannst, en áður höfðu hertar aðgerðir verið tilkynntar á þeim svæðum þar sem það var í dreifingu. Frakkland var á meðal þeirra ríkja sem lokaði landamærum sínum en aflétti því á miðvikudag, með þeim skilyrðum að fólk framvísaði neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Þá hefur útgöngubanni verið aflétt í Frakklandi en yfirvöld telja smitstuðulinn ekki nægilega lágan til þess að grípa til frekari tilslakana. Því eru leik- og kvikmyndahús enn lokuð, sem og öldurhús og veitingastaðir. Þá má fólk ekki vera á ferðinni milli klukkan 20:00 og 06:00.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. 17. desember 2020 09:39 Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. 10. desember 2020 20:10 Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. 22. desember 2020 18:29 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
Macron greindist með Covid-19 Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur greinst með Covid-19. 17. desember 2020 09:39
Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. 10. desember 2020 20:10
Segist viss um að bóluefnið virki einnig á „breska afbrigðið“ Uğur Şahin, forstjóri þýska lyfjafyrirtækisins BioNTech, kveðst þess fullviss að kórónuveirubóluefnið sem fyrirtækið þróaði, í samstarfi við bandaríska lyfjarisann Pfizer, virki gegn „breska afbrigði“ kórónuveirunnar. 22. desember 2020 18:29