Íslenski boltinn

Valur heldur á­fram að sækja leik­menn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sólveig skrifaði undir tveggja ára samning við Val í dag.
Sólveig skrifaði undir tveggja ára samning við Val í dag. Valur

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen samdi í dag við Val til tveggja ára. Hin tvítuga Sólveig lék með Fylki síðasta sumar en hún hefur einnig leikið með Breiðablik, Augnablik og HK/Víking hér á landi.

Valur endaði í 2. sæti á síðustu leiktíð og hefur nú þegar sótt þrjá leikmenn fyrir næstu leiktíð. Ásamt Sólveigu eru þær Anna Rakel Pétursdóttir og Mary Alice Vignola komnar til liðsins. Sú fyrrnefnda kemur frá Uppsala í Svíþjóð en sú síðarnefnda frá Þrótti Reykjavík.

Valur hefur þó einnig misst hörkuleikmenn á borð við Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Hlín Eiríksdóttur, Guðnýju Árnadóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur.

Hin tvítuga Sólveg hefur alls leikið 44 leiki í efstu deild hér á landi og skorað í þeim tvö mörk. Þá á hún að baki 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Sólveig Jóhannesdóttir Larsen Sólveig J.Larsen hefur skrifað undir 2ja ára samning við Val. Hu n kemur til fe lagsins...

Posted by Valur Fótbolti on Wednesday, December 23, 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×