Erlent

Munu grafa upp milljónir minka­hræja vegna mengunar­hættu

Atli Ísleifsson skrifar
Alls var um 15 milljónum minka lógað í Danmörku í haust.
Alls var um 15 milljónum minka lógað í Danmörku í haust. Getty

Milljónir minkahræja verða grafin upp í Danmörku á næsta ári til að koma í veg fyrir mengun. Danska ríkisstjórnin greindi frá þessu í gær en vinna hefst í maí á næsta ári þegar hætta á kórónuveirusmiti vegna minkanna er talin liðin hjá.

Danir lóguðu öllum minkum á minkabúum landsins í haust eftir að afbrigði kórónuveirunnar kom upp í minkum sem smitaðist yfir í menn. Alls var um fimmtán milljónum dýra lógað.

Ætlunin er að grafa upp um fjóra milljónir minka í kjölfar kvartana frá íbúum sem búa í grennd við umræddar grafir eftir að stór hluti hræjanna hafði leitað upp á yfirborðið. Sögðu íbúarnir að hræin ógnuðu heilsu nálægra íbúa.

Loðdýrarækt hefur verið umfangsmikil í Danmörku og er landið fjórði stærsti útflytjandi loðdýrafelda í heimi.

Grafirnar sem um ræðir eru að finna á svæði danska hersins í vesturhluta landsins. Hræin fóru fljótlega að leita upp á yfirborðið vegna gasmyndunar sem varð í rotnunarferlinu sem varð til þess að hræin þrýstust upp á við.

Yfirvöld hafa sagt enga hættu á að kórónuveiran geti leitað úr hræjunum í gröfunum, en nágrannar hafa hins vegar varað við hættu á að hræin geti mengað drykkjarvatn íbúa og sömuleiðis nálægt stöðuvatn.

Stendur til að brenna umrædd hræ eftir að þau hafa verið grafin upp.


Tengdar fréttir

Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp

Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað.

Krefjast þess að minkarnir verði grafnir upp

Þingmenn stjórnarandstöðunnar í Danmörku hafa kallað eftir því að milljónir minka, sem aflífaðir voru eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar fannst í þeim, verði grafnir upp og færðir annað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×