Enski boltinn

Utan­ríkis­ráð­herra þakkaði Liver­pool fyrir al­vöru af­mælis­gjöf og Sóli sagði þetta nánast dónalegt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Utanríkisráðherra er afmælisbarn dagsins. Hann gladdist yfir sigri sinna manna.
Utanríkisráðherra er afmælisbarn dagsins. Hann gladdist yfir sigri sinna manna. vísir/villi/andrew powell

Liverpool bauð upp á flugeldasýningu gegn Crystal Palace og það vakti mikla lukku, eðlilega, á meðal stuðningsmanna liðsins.

Ensku meistararnir unnu 7-0 sigur á lærisveinum Roy Hodgson á útivelli en Roy var stjóri Liverpool frá 2010 og 2011.

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi utanríkisráðherra, er mikill stuðningsmaður ensku meistaranna en hann er einnig afmælisbarn dagsins.

Hann gladdist yfir sigrinum í dag og þakkaði Liverpool fyrir „alvöru afmælisgjöf“.

Skemmtikrafturinn Sóli Hólm hafði á orði að yfirburðir Englandsmeistaranna væru svo miklir að markaregnið jaðraði við dónaskap.

Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson sagði að frændi hans, sem væri búsettur á Seyðisfirði, væri mikill stuðningsmaður Palace en miklar hörmungar herja nú á Seyðisfjörð. Hann bað fólk um að biðja fyrir frænda sínum.

Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, benti á að hann hafi verið búinn að segja fólki frá þessu Liverpool liði og sagði meistaranna það lið sem aðrir þurfa að vinna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.