Erlent

Herða aðgerðir í allri Danmörku

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Benny Engelbrecht, samgönguráðherra Danmerkur.
Benny Engelbrecht, samgönguráðherra Danmerkur. Getty/Ole Jensen/Corbis

Dönsk stjórnvöld hyggjast yfirfæra strangar sóttvarnaaðgerðir á landið í heild. Aðgerðirnar taka gildi strax á morgun.

Hertar aðgerðir tóku gildi á mánudaginn í síðustu viku. Þá giltu þær fyrir sextíu og níu sveitarfélög Danmerkur en í ljósi versnandi stöðu faraldursins munu allir landsmenn þurfa að lúta ströngum sóttvarnareglum.

Í nýjum aðgerðum felst að nemendur í 5-9. bekk grunnskóla verða í fjarnámi sem og framhaldsskólanemendur. Kvikmyndahúsum og líkamsræktarstöðvum verður gert að skella í lás að sinni og veitingamönnum eingöngu heimilt að vera með heimsendingarþjónustu.

Samgönguráðherra Danmerkur, Benny Engelbrecht, greindi frá tíðindunum á Facebook og sagði stöðuna alvarlega. Smithlutfall væri hátt og innlögnum fjölgaði of mikið. Þetta væru sorglegar fréttir en því miður nauðsynlegar aðgerðir.

Hátt í þrjú þúsund manns greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring og þá létust ellefu af völdum hennar í gær.


Tengdar fréttir

Metfjöldi smitaðra í Danmörku og aðgerðir hertar víðar

Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku hafa ákveðið að láta hertar aðgerðir, sem kynntar voru í vikunni, ná til 69 af 98 sveitarfélögum landsins. Ástæðan er metfjöldi kórónuveirusmitaðra sem greindust í landinu í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×