Dómsmálaráðherrann hættir skömmu fyrir embættistöku Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2020 23:14 William Barr og Donald Trump. Barr tók við embætti dómsmálaráðherra eftir að Trump rak Jeff Sessions fyrir það að segja sig frá Rússarannsókninni svokölluð. EPA/Anna Moneymaker Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti nú í kvöld að William Barr, dómsmálaráðherra, væri að hætta í starfi sínu. Í tísti segir Trump að Barr vilji hætta, einungis fimm vikum áður en starfstímabil hans rennur út, til að verja hátíðunum með fjölskyldu sinni. Jeff Rosen, aðstoðardómsmálaráðherra, mun sinna stöðunni sem starfandi dómsmálaráðherra. Í tísti sínu segir Trump að samband hans og Barr hafi verið mjög gott og ráðherrann fráfarandi hafi staðið sig frábærlega í starfi. Barr hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans fráfarandi og hefur ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í þágu Trumps. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Barr lýsti því þó yfir í viðtali fyrir skömmu að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu ekki fundið sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. Í kjölfar þess neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til Barr. Stuðningsmenn forsetans snerust gegn Barr og sökuðu hann meðal annars um að tilheyra Djúpríkinu svokallaða. Þá bárust fregnir af því að Barr væri að íhuga að hætta og sömuleiðis höfðu fjölmiðlar vestanhafs heimildir fyrir því að Trump væri svo reiður út í Barr að hann ætlaði sér að reka hann. Trump birti afsagnarbréf Barr á Twitter og þar fer ráðherrann einkar fögrum orðum um forsetann. Í afsagnarbréfi sínu baðar Barr Trump lofi fyrir allt frá því að hafa byggt upp öflugasta efnahag heims í að hafa bjargað milljónum mannslífa í tengslum við heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Hann þakkar Trump fyrir fund þeirra um staðhæfingar Trumps um kosningasvik nú í kvöld og staðhæfir að ráðuneytið muni halda áfram að rannsaka innihaldslausar ásakanir Trumps. Barr segir það mikilvægt að standa vörð um heilindi kosninga á þessum tímum þar sem gjá hafi myndast á milli Bandaríkjamanna. Mikilvægt sé að ýta undir trúverðugleika niðurstaðna kosninganna. Þá segir Barr að hann sé stoltur af rullu sinni í ríkisstjórn Trumps og gagnrýnir pólitíska andstæðinga hans fyrir að hafa ekki staðið við bakið á forsetanum. Hann sakar þá sömuleiðis um að hafa beitt svívirðilegum og sviksömum aðferðum gegn forsetanum. Það hafi kristallast í ásökunum gegn Trump um að hafa starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Barr var í fyrra sakaður um að haga sér eins og einkalögmaður Trumps í tengslum við niðurstöður Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Þá hafði ráðherrann gefið út „samantekt“ á niðurstöðum Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, og hreinsað Trump af allri sök. Mueller sjálfur var ósáttur við þessi skrif Barr. ...Deputy Attorney General Jeff Rosen, an outstanding person, will become Acting Attorney General. Highly respected Richard Donoghue will be taking over the duties of Deputy Attorney General. Thank you to all! pic.twitter.com/V5sqOJT9PM— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sjá ekki hag í því að standa upp í hárinu á Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins ætla sér ekki að viðurkenna sigur Joe Bidens í forsetakosningunum fyrr en í næsta mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir að hann tekur embætti. 9. desember 2020 10:52 Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Jeff Rosen, aðstoðardómsmálaráðherra, mun sinna stöðunni sem starfandi dómsmálaráðherra. Í tísti sínu segir Trump að samband hans og Barr hafi verið mjög gott og ráðherrann fráfarandi hafi staðið sig frábærlega í starfi. Barr hefur verið ötull stuðningsmaður forsetans fráfarandi og hefur ítrekað verið sakaður um að beita dómsmálaráðuneytinu í þágu Trumps. Hann hefur látið rannsaka pólitíska andstæðinga Trumps og stöðvað rannsóknir gagnvart bandamönnum forsetans og vinum hans eins og Michael Flynn og Roger Stone. Barr lýsti því þó yfir í viðtali fyrir skömmu að starfsmenn dómsmálaráðuneytisins hefðu ekki fundið sannanir fyrir þeim umfangsmiklu kosningasvikum sem forsetinn segir að hafa kostað sig sigur í kosningunum í síðasta mánuði. Í kjölfar þess neitaði Trump að segja hvort hann bæri enn traust til Barr. Stuðningsmenn forsetans snerust gegn Barr og sökuðu hann meðal annars um að tilheyra Djúpríkinu svokallaða. Þá bárust fregnir af því að Barr væri að íhuga að hætta og sömuleiðis höfðu fjölmiðlar vestanhafs heimildir fyrir því að Trump væri svo reiður út í Barr að hann ætlaði sér að reka hann. Trump birti afsagnarbréf Barr á Twitter og þar fer ráðherrann einkar fögrum orðum um forsetann. Í afsagnarbréfi sínu baðar Barr Trump lofi fyrir allt frá því að hafa byggt upp öflugasta efnahag heims í að hafa bjargað milljónum mannslífa í tengslum við heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar. Hann þakkar Trump fyrir fund þeirra um staðhæfingar Trumps um kosningasvik nú í kvöld og staðhæfir að ráðuneytið muni halda áfram að rannsaka innihaldslausar ásakanir Trumps. Barr segir það mikilvægt að standa vörð um heilindi kosninga á þessum tímum þar sem gjá hafi myndast á milli Bandaríkjamanna. Mikilvægt sé að ýta undir trúverðugleika niðurstaðna kosninganna. Þá segir Barr að hann sé stoltur af rullu sinni í ríkisstjórn Trumps og gagnrýnir pólitíska andstæðinga hans fyrir að hafa ekki staðið við bakið á forsetanum. Hann sakar þá sömuleiðis um að hafa beitt svívirðilegum og sviksömum aðferðum gegn forsetanum. Það hafi kristallast í ásökunum gegn Trump um að hafa starfað með Rússum varðandi afskipti þeirra af forsetakosningunum 2016. Barr var í fyrra sakaður um að haga sér eins og einkalögmaður Trumps í tengslum við niðurstöður Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Þá hafði ráðherrann gefið út „samantekt“ á niðurstöðum Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, og hreinsað Trump af allri sök. Mueller sjálfur var ósáttur við þessi skrif Barr. ...Deputy Attorney General Jeff Rosen, an outstanding person, will become Acting Attorney General. Highly respected Richard Donoghue will be taking over the duties of Deputy Attorney General. Thank you to all! pic.twitter.com/V5sqOJT9PM— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 14, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn sjá ekki hag í því að standa upp í hárinu á Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins ætla sér ekki að viðurkenna sigur Joe Bidens í forsetakosningunum fyrr en í næsta mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir að hann tekur embætti. 9. desember 2020 10:52 Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41 Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30 Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42 Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Sjá meira
Þingmenn sjá ekki hag í því að standa upp í hárinu á Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins ætla sér ekki að viðurkenna sigur Joe Bidens í forsetakosningunum fyrr en í næsta mánuði og jafnvel ekki fyrr en eftir að hann tekur embætti. 9. desember 2020 10:52
Trump bölsótaðist út af kosningarúrslitunum í löngu ávarpi Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, endurtók framandlegar og stoðlausar ásakanir um stórfelld kosningasvik í forsetakosningum síðasta mánaðar í furðulegu þriggja stundarfjórðunga löngu ávarpi sem hann birti á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. 3. desember 2020 12:41
Hótunum rignir yfir embættismenn í Georgíu: „Þetta hefur allt gengið of langt“ Gabriel Sterling, embættismaður sem kemur að framkvæmd kosninga í Georgíu, vandaði Donald Trump, forseta, og öðrum háttsettum Repúblikönum ekki kveðjurnar á blaðamannafundi í gærkvöldi. 2. desember 2020 12:30
Barr kannast ekki við svindl og Giuliani ekki við náðunarspjall William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segir engar vísbendingar liggja fyrir um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað í nýafstöðnum forsetakosningum. „Hingað til höfum við ekki séð svindl af þeirri stærðargráðu að það hefði leitt til annarra úrslita í kosningunum,“ sagði Barr í viðtali við Associated Press. 1. desember 2020 22:42
Trump ósáttur vegna skorts á ákærum gegn pólitískum andstæðingum hans John Bash, saksóknarinn sem William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, skipaði til að rannsaka hvort að embættismenn í forsetatíð Barack Obama hefðu brotið af sér í starfi varðandi mál Michael Flynn, hefur lokið rannsókn sinni. 14. október 2020 08:55