Dómsmálaráðherrann talinn hafa veitt Flynn sérmeðferð Kjartan Kjartansson skrifar 10. júní 2020 18:11 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur verið sakaður um að ganga pólitískra erinda Trump forseta. Hann hefur hlutast til í málum tveggja vina og bandamanna forsetans til að ýmist milda refsingu þeirra eða fella ákærur niður. AP/John Bazemore Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. Ákvörðun William Barr, dómsmálaráðherra, í máli Flynn vakti furðu en fordæmalaust er að saksóknarar dragi ákærur til baka eftir að sakborningur hefur játað. Saksóknari ráðuneytisins sem hafði farið með málið sagði sig frá því eftir ákvörðun Barr. Flynn, sem var ákærður fyrir meinsæri, hafði játað sök í tvígang en reyndi síðar að draga játningu til baka og sakaði alríkislögregluna FBI og saksóknara um samsæri gegn sér. Barr hélt því fram að engin lögmæt ástæða hafi legið að baki því að FBI yfirheyrði Flynn og því skiptu lygar hans ekki máli. Emmet Sullivan, dómarinn í málinu, var ekki tilbúinn að fella það niður strax. Hann skipaði John Gleeson, fyrrverandi alríkisdómara og saksóknara sem sótti meðal annars mafíuna til saka, til þess að leggja fram álit gegn ráðuneytinu. Grefur undan trú almennings á réttarríkinu Gleeson hvetur dómarann til þess að hafna því að fella málið gegn Flynn niður. Í 82 blaðsíðna áliti segir hann ráðuneytið hafa hegðað sér á „afar óvanalegan hátt“ pólitískum bandamanni Trump forseta til hagsbóta, að sögn New York Times. Hann telur rökstuðning ráðuneytisins fyrir því að fella ákærurnar niður ekki trúverðugar. Sakar Gleeson ráðuneytið um að hafa meðhöndlað mál Flynn öðruvísi en öll önnur mál. Þannig hefði það „grafið undan trausti almennings á réttarríkinu“. Ráðuneytið sé sekt um stórfellda misnotkun valds. Þrátt fyrir að Flynn hafi gerst sekur um meinsæri, fyrst þegar hann laug að fulltrúum FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra og málafylgjustörf fyrir Tyrkland og síðar þegar hann reyndi að draga játningu sína til baka, telur Gleeson að ekki ætti að kæra hann fyrir að sýna réttinum óvirðingu. Þess í stað ætti dómarinn í málinu að taka tillit til þess við ákvörðun refsingar hans, að því er segir í frétt Washington Post. Sullivan ætlar næst að taka mál Flynn fyrir 16. júlí. Áfrýjunardómstóll tekur hins vegar kröfu Flynn um að hann skerist í leikinn fyrir nú á föstudag. Lögmenn Flynn krefjast þess að áfrýjunardómstóllinn skipi Sullivan að fella niður málið gegn honum strax. Donald Trump Rússarannsóknin Bandaríkin Tengdar fréttir Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira
Fyrrverandi alríkisdómari sem var fenginn til þess að gefa álit á óvæntri ákvörðun bandaríska dómsmálaráðuneytisins að draga til baka ákærur á hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, telur ráðuneytið sekt um stórfellda misbeitingu valds. Dómsmálaráðherrann hafi veitt bandamanni Trump sérmeðferð. Ákvörðun William Barr, dómsmálaráðherra, í máli Flynn vakti furðu en fordæmalaust er að saksóknarar dragi ákærur til baka eftir að sakborningur hefur játað. Saksóknari ráðuneytisins sem hafði farið með málið sagði sig frá því eftir ákvörðun Barr. Flynn, sem var ákærður fyrir meinsæri, hafði játað sök í tvígang en reyndi síðar að draga játningu til baka og sakaði alríkislögregluna FBI og saksóknara um samsæri gegn sér. Barr hélt því fram að engin lögmæt ástæða hafi legið að baki því að FBI yfirheyrði Flynn og því skiptu lygar hans ekki máli. Emmet Sullivan, dómarinn í málinu, var ekki tilbúinn að fella það niður strax. Hann skipaði John Gleeson, fyrrverandi alríkisdómara og saksóknara sem sótti meðal annars mafíuna til saka, til þess að leggja fram álit gegn ráðuneytinu. Grefur undan trú almennings á réttarríkinu Gleeson hvetur dómarann til þess að hafna því að fella málið gegn Flynn niður. Í 82 blaðsíðna áliti segir hann ráðuneytið hafa hegðað sér á „afar óvanalegan hátt“ pólitískum bandamanni Trump forseta til hagsbóta, að sögn New York Times. Hann telur rökstuðning ráðuneytisins fyrir því að fella ákærurnar niður ekki trúverðugar. Sakar Gleeson ráðuneytið um að hafa meðhöndlað mál Flynn öðruvísi en öll önnur mál. Þannig hefði það „grafið undan trausti almennings á réttarríkinu“. Ráðuneytið sé sekt um stórfellda misnotkun valds. Þrátt fyrir að Flynn hafi gerst sekur um meinsæri, fyrst þegar hann laug að fulltrúum FBI um samskipti sín við rússneskan sendiherra og málafylgjustörf fyrir Tyrkland og síðar þegar hann reyndi að draga játningu sína til baka, telur Gleeson að ekki ætti að kæra hann fyrir að sýna réttinum óvirðingu. Þess í stað ætti dómarinn í málinu að taka tillit til þess við ákvörðun refsingar hans, að því er segir í frétt Washington Post. Sullivan ætlar næst að taka mál Flynn fyrir 16. júlí. Áfrýjunardómstóll tekur hins vegar kröfu Flynn um að hann skerist í leikinn fyrir nú á föstudag. Lögmenn Flynn krefjast þess að áfrýjunardómstóllinn skipi Sullivan að fella niður málið gegn honum strax.
Donald Trump Rússarannsóknin Bandaríkin Tengdar fréttir Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25 Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54 Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira
Tækju Flynn aftur með opnum örmum Michael Flynn, fyrsti þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, er velkominn aftur til starfa í ríkisstjórninni, að sögn Mike Pence, varaforseta. Flynn var látinn segja af sér á sínum tíma fyrir að ljúga að Pence. 10. maí 2020 22:25
Fella niður mál gegn Flynn Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fella niður mál hendur Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. maí 2020 22:54
Endurskrifa söguna í máli Michael Flynn Rúmum þremur árum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak Michael Flynn, þáverandi þjóðaröryggisráðgjafa sinn, fyrir að ljúga að Mike Pence, varaforseta, og starfsmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sem er glæpur, eru Trump-liðar nú að reyna að endurskrifa söguna. 14. maí 2020 15:00