Sjáðu stuðningsmann Arsenal sem hitti meira í mark en leikmenn liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2020 10:00 Stuðningsmenn Arsenal áttu margir erfitt með sig í stúkunni á Emirates í gær. Getty/Laurence Griffiths Táknræn viðbrögð eins stuðningsmanns Arsenal sögðu meira en þúsund orð í enn einu heimatapi liðsins í gærkvöldi. Gengi Arsenal liðsins síðustu mánuði hefur ekki verið glæsilegt og frammistaðan er eflaust að gera flesta stuðningsmenn liðsins gráhærða. Margir þeirra vonuðust til þess að skelfilegt gengi liðsins á heimavelli myndi lagast þegar áhorfendur fengju aftur að mæta á Emirates og hvað þá á móti liði eins og Burnley sem ætti að vera lið sem Arsenal gæti unnið á heimavelli. Annað kom á daginn. Arsenal hefur ekki byrjað verr í ensku úrvalsdeildinni í 46 ár eftir 1-0 tapið á heimavelli á móti Burnley í gær. Liðið hefur tapað fjórum heimaleikjum í röð sem hefur ekki gerst í meira en sex áratugi. Sóknarleikur Arsenal liðsins er einstaklega bitlaus en liðið hefur núna spilað í tólf klukkutíma og 32 mínútur í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora mark úr opnum leik. Það þarft að fara alla leið aftur til 1974-75 tímabilsins til að finna verri byrjun en Arsenal hefur aðeins unnið 4 af fyrstu 12 deildarleikjum tímabilsins. Með sama áframhaldi þá endar liðið bara í fallbaráttu. Einn af þeim stuðningsmönnum Arsenal sem mætti á leikinn í gær vakti athygli á samfélagsmiðlum enda erfitt fyrir hann sem og aðra Arsenal menn að horfa upp á þetta. | 'Is it safe to look yet?' pic.twitter.com/pry1Eptf3p— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 13, 2020 Hér fyrir ofan sést þessi umræddi stuðningsmaður setja grímuna sína fyrir augum því það var bara óbærilegt fyrir hann að horfa upp á getuleysi Arsenal liðsins. Sóknarleikur liðsins hefur verið vandræðalegur enda liðið aðeins búið að bjóða upp á tíu mörk í fyrstu tólf leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Þeir hafa ekki skorað minna í upphafi leiktíðar síðan tímabilið 1981-82. Arsenal liðið er líka að koma sér í vandræði með að láta reka sig útaf. Rauða spjaldið sem Granit Xhaka fékk í gær var sjötta rauða spjald liðsins síðan að Mikel Arteta tók við fyrir ári síðan. Það er tvöfalt meira en næstarauðasta liðið á þeim tíma. Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Gengi Arsenal liðsins síðustu mánuði hefur ekki verið glæsilegt og frammistaðan er eflaust að gera flesta stuðningsmenn liðsins gráhærða. Margir þeirra vonuðust til þess að skelfilegt gengi liðsins á heimavelli myndi lagast þegar áhorfendur fengju aftur að mæta á Emirates og hvað þá á móti liði eins og Burnley sem ætti að vera lið sem Arsenal gæti unnið á heimavelli. Annað kom á daginn. Arsenal hefur ekki byrjað verr í ensku úrvalsdeildinni í 46 ár eftir 1-0 tapið á heimavelli á móti Burnley í gær. Liðið hefur tapað fjórum heimaleikjum í röð sem hefur ekki gerst í meira en sex áratugi. Sóknarleikur Arsenal liðsins er einstaklega bitlaus en liðið hefur núna spilað í tólf klukkutíma og 32 mínútur í ensku úrvalsdeildinni án þess að skora mark úr opnum leik. Það þarft að fara alla leið aftur til 1974-75 tímabilsins til að finna verri byrjun en Arsenal hefur aðeins unnið 4 af fyrstu 12 deildarleikjum tímabilsins. Með sama áframhaldi þá endar liðið bara í fallbaráttu. Einn af þeim stuðningsmönnum Arsenal sem mætti á leikinn í gær vakti athygli á samfélagsmiðlum enda erfitt fyrir hann sem og aðra Arsenal menn að horfa upp á þetta. | 'Is it safe to look yet?' pic.twitter.com/pry1Eptf3p— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 13, 2020 Hér fyrir ofan sést þessi umræddi stuðningsmaður setja grímuna sína fyrir augum því það var bara óbærilegt fyrir hann að horfa upp á getuleysi Arsenal liðsins. Sóknarleikur liðsins hefur verið vandræðalegur enda liðið aðeins búið að bjóða upp á tíu mörk í fyrstu tólf leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. Þeir hafa ekki skorað minna í upphafi leiktíðar síðan tímabilið 1981-82. Arsenal liðið er líka að koma sér í vandræði með að láta reka sig útaf. Rauða spjaldið sem Granit Xhaka fékk í gær var sjötta rauða spjald liðsins síðan að Mikel Arteta tók við fyrir ári síðan. Það er tvöfalt meira en næstarauðasta liðið á þeim tíma.
Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira