Pólskar konur óttast breytt lög um þungunarrof Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. desember 2020 21:59 Stuðningsmenn pólskra kvenna mótmæla lagabreytingunni fyrir utan hús Evrópuþingsins í Brussel. epa/Olivier Hoslet Pólskar konur eru afar uggandi vegna yfirvofandi gildistöku laga sem takmarka mjög rétt þeirra til þungunarrofs. Stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu í október að þungunarrof væri aðeins heimilt þegar líf konunnar væri í hættu eða þegar þungunin væri afleiðing glæps. Þetta þýðir að konur geta ekki gengist undir þungunarrof jafnvel þegar um alvarlega fósturgalla er að ræða. Niðurstaðan nýtur ekki almenns stuðnings meðal Pólverja en íhaldssöm öfl innan ríkisstjórnarinnar hafa löngum sótt að réttinum til þungunarrofs. „Við munu leitast við að tryggja að jafnvel þegar um er að ræða afar erfiðar þunganir; þegar barnið mun ótvírætt deyja, mikið afmyndað.. að þeim ljúki með fæðingu til að hægt sé að skíra barnið, greftra það og gefa því nafn,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður Laga og reglu árið 2016. 250 ferðast út fyrir landsteinana til að sækja þjónustuna Vegna mikillar andstöðu hefur niðurstaða dómstólsins hins vegar ekki enn verið lögfest en áhrifanna er þegar farið gæta meðal pólskra kvenna, að sögn Justyna Wydrzynska hjá samtökunum Abortion Dream Team. Hringingum til samtakanna hefur fjölgað úr 20 til 30 á dag í kringum 100, meðal annars frá konum sem eru að bíða eftir niðurstöðum fósturskimana og konum sem eru ekki þungaðar en óttast afleiðingar dómsins. „Þær vilja vita hvaða valkostir eru í stöðunni ef þær verða óléttar og það greinast fósturgallar,“ segir hún. Abortion Dream Team tilheyra hóp samtaka sem hafa stofnað sjóð til að hjálpa pólskum konum að ferðast erlendis til að gangast undir þungunarrof. Sjóðurinn var settur á laggirnar í fyrra og hefur þegar aðstoðað 250 konur sem í flestum tilvikum ferðast til Þýskalands, Hollands eða Bretlands. Niðurstaðan hefur einnig orðið til þess að einstaklingar og samtök í nágrannalöndunum, til dæmis Tékklandi, hafa leitað leiða til að aðstoða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Þungunarrof Pólland Tengdar fréttir Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um þungunarrofsþjónustu á Íslandi. 12. nóvember 2020 13:19 Segir of mörg þungunarrof framkvæmd hér á landi Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þungunarrof hefur farið fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni er lagt til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. 12. nóvember 2020 14:52 Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna á Íslandi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir sendiherrabústaðinn. 12. nóvember 2020 23:04 „Ég er bara ósammála Ásmundi“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. 15. nóvember 2020 22:41 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta þýðir að konur geta ekki gengist undir þungunarrof jafnvel þegar um alvarlega fósturgalla er að ræða. Niðurstaðan nýtur ekki almenns stuðnings meðal Pólverja en íhaldssöm öfl innan ríkisstjórnarinnar hafa löngum sótt að réttinum til þungunarrofs. „Við munu leitast við að tryggja að jafnvel þegar um er að ræða afar erfiðar þunganir; þegar barnið mun ótvírætt deyja, mikið afmyndað.. að þeim ljúki með fæðingu til að hægt sé að skíra barnið, greftra það og gefa því nafn,“ sagði Jaroslaw Kaczynski, formaður Laga og reglu árið 2016. 250 ferðast út fyrir landsteinana til að sækja þjónustuna Vegna mikillar andstöðu hefur niðurstaða dómstólsins hins vegar ekki enn verið lögfest en áhrifanna er þegar farið gæta meðal pólskra kvenna, að sögn Justyna Wydrzynska hjá samtökunum Abortion Dream Team. Hringingum til samtakanna hefur fjölgað úr 20 til 30 á dag í kringum 100, meðal annars frá konum sem eru að bíða eftir niðurstöðum fósturskimana og konum sem eru ekki þungaðar en óttast afleiðingar dómsins. „Þær vilja vita hvaða valkostir eru í stöðunni ef þær verða óléttar og það greinast fósturgallar,“ segir hún. Abortion Dream Team tilheyra hóp samtaka sem hafa stofnað sjóð til að hjálpa pólskum konum að ferðast erlendis til að gangast undir þungunarrof. Sjóðurinn var settur á laggirnar í fyrra og hefur þegar aðstoðað 250 konur sem í flestum tilvikum ferðast til Þýskalands, Hollands eða Bretlands. Niðurstaðan hefur einnig orðið til þess að einstaklingar og samtök í nágrannalöndunum, til dæmis Tékklandi, hafa leitað leiða til að aðstoða. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Þungunarrof Pólland Tengdar fréttir Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46 Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um þungunarrofsþjónustu á Íslandi. 12. nóvember 2020 13:19 Segir of mörg þungunarrof framkvæmd hér á landi Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þungunarrof hefur farið fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni er lagt til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. 12. nóvember 2020 14:52 Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna á Íslandi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir sendiherrabústaðinn. 12. nóvember 2020 23:04 „Ég er bara ósammála Ásmundi“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. 15. nóvember 2020 22:41 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Fresta gildistöku umdeildrar ákvörðunar um þungunarrof Stjórnvöld í Póllandi hafa frestað gildistöku ákvörðunar stjórnlagadómstóls landsins, sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að þungunarrof vegna fósturgalla bryti í bága við stjórnarskrá landsins. 3. nóvember 2020 18:46
Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um þungunarrofsþjónustu á Íslandi. 12. nóvember 2020 13:19
Segir of mörg þungunarrof framkvæmd hér á landi Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þungunarrof hefur farið fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni er lagt til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi. 12. nóvember 2020 14:52
Pólski sendiherrann sakar aðgerðasinna um lygar og fjölmiðla um óvönduð vinnubrögð Sendiherra Póllands á Íslandi sakar pólska aðgerðasinna á Íslandi um lygar. Það sé ekki rétt að hann hafi farið þess á leit við lögreglu að hún myndi fjarlægja borða sem settur var upp fyrir sendiherrabústaðinn. 12. nóvember 2020 23:04
„Ég er bara ósammála Ásmundi“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist vera ósammála flokksbróður sínum Ásmundi Friðrikssyni sem lét þau orð falla í pontu Alþingis í vikunni að honum þætti of mörg þungunarrof vera framkvæmd hér á landi. 15. nóvember 2020 22:41