Innlent

Segir of mörg þungunarrof framkvæmd hér á landi

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm

Fyrri umræða um þingsályktunartillögu um þungunarrof hefur farið fram á Alþingi í dag. Samkvæmt henni er lagt til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu fái notið þjónustunnar hér á landi.

Í umræðum hefur Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnt tillöguna og sagt íslenskt heilbrigðiskerfi ráða illa við álagið sem þessu gæti fylgt. Hann segir óljóst hversu margar konur muni nýta úrræðið og telur að þær gætu numið þúsundum árlega. 

„Hvernig myndi það nú samræmast inni á deildum Landspítlans, þar sem 1.000 fóstureyðingar eru fyrir á ári. Fimm á dag, alla daga ársins. Sem mér og mörgum öðrum finnst of mikið,“ sagði Ásmundur.

Hann segir mikilvægt að tillagan fái skjóta afgreiðslu í velferðarnefnd til að unnt verði að greiða um hana atkvæði sem allra fyrst. „Það er mjög mikilvægt að fyrir liggi skýr vilji þingheims í því hvort hingað eigi að flytja tugþúsundir útlendinga og hlaða á heilbrigðiskerfið. Það er mjög mikilvægt fyrir fólkið í landinu,“ sagði Ásmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×