Mælt fyrir þungunarrofstillögu: „Skuldum pólskum konum samstöðu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 13:19 Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður utan flokka. Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið þjónustunnar hér á landi. Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Ef við ætlum að standa með frelsi og lýðræði í Evrópu, þá þurfum við að taka afstöðu,“ sagði Rósa á Alþingi í dag og bætti við að í tillögunni fælist afstaða með kvenréttindum í Evrópu. „Staða mannréttinda í Póllandi vekur bæði ugg og hrylling.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, veittu andsvör og spurðu báðir um mögulegan kostnað sem þessu gæti fylgt. Hvort ætlunin væri að setja á einhvern kvóta ef verulegur fjöldi myndi sækja í úrræðið. Rósa Björk sagði erfitt að ætla fjöldann og þar með kostnaðinn. Þá sagði hún íslenskt samfélag skulda pólskum konum samstöðu. Þúsundir pólskra kvenna hafi komið til Íslands að vinna í gegnum árin og greitt hér skatta og gjöld. Þær hafi verið lykilþáttur í uppgangi ferðaþjónustunnar og haldið uppi atvinnugreinum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um kostnað við tillöguna.visir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, sem einnig er flutningsmaður tillögunnar, sagðist ekki deila áhyggjum „þingkarlanna“. „Er ekki dálítið verið að dramatísera þetta úr öllu hófi miðað við raunveruleika þeirra kvenna sem velja að binda endi á þungun?“ spurði Andrés og benti á að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi færi fram með lyfjagjöf í heimahúsi. Ótti við að íslenskt heilbrigðiskerfi kikni undan álaginu hafi því verið blásinn upp. Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að konur sem ekki mega undirgangast þungunarrof í heimalandi sínu geti komið til Íslands og notið þjónustunnar hér á landi. Samkvæmt tillögunni yrði aðgerðin gjaldfrjáls og í boði fyrir handhafa Evrópska sjúkratryggingakortsins. „Ef við ætlum að standa með frelsi og lýðræði í Evrópu, þá þurfum við að taka afstöðu,“ sagði Rósa á Alþingi í dag og bætti við að í tillögunni fælist afstaða með kvenréttindum í Evrópu. „Staða mannréttinda í Póllandi vekur bæði ugg og hrylling.“ Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, veittu andsvör og spurðu báðir um mögulegan kostnað sem þessu gæti fylgt. Hvort ætlunin væri að setja á einhvern kvóta ef verulegur fjöldi myndi sækja í úrræðið. Rósa Björk sagði erfitt að ætla fjöldann og þar með kostnaðinn. Þá sagði hún íslenskt samfélag skulda pólskum konum samstöðu. Þúsundir pólskra kvenna hafi komið til Íslands að vinna í gegnum árin og greitt hér skatta og gjöld. Þær hafi verið lykilþáttur í uppgangi ferðaþjónustunnar og haldið uppi atvinnugreinum. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um kostnað við tillöguna.visir/vilhelm Andrés Ingi Jónsson, sem einnig er flutningsmaður tillögunnar, sagðist ekki deila áhyggjum „þingkarlanna“. „Er ekki dálítið verið að dramatísera þetta úr öllu hófi miðað við raunveruleika þeirra kvenna sem velja að binda endi á þungun?“ spurði Andrés og benti á að yfirgnæfandi meirihluti þungunarrofs hér á landi færi fram með lyfjagjöf í heimahúsi. Ótti við að íslenskt heilbrigðiskerfi kikni undan álaginu hafi því verið blásinn upp.
Alþingi Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Sjá meira