Telur töluverðar líkur á að samningar náist ekki Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 20:53 Boris Johnson fundaði með Ursulu von der Leyen í gær. Getty/Aaron Chown Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir bæði almenning og fyrirtæki þurfa að búa sig undir það að samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins beri ekki árangur. Fundi þeirra Johnson og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lauk í gærkvöld án niðurstöðu. Viðræður munu halda áfram en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er Johnson ekki bjartsýnn. Enn væri langt í land en aðeins þrjár vikur eru í að aðlögunarferli Breta við útgöngu úr Evrópusambandinu ljúki nú um áramótinu. Samningsaðilar hafa gefið það út að það ætti að liggja fyrir á sunnudag hvort samningar náist. Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings, en sú áætlun miðar að því að tryggja samgöngur og áframhaldandi veiðar. Johnson sakar Evrópusambandið um að vilja „læsa Bretland“ inn í regluverki sambandsins ella eiga yfir höfði sér „refsingar“ á borð við innflutningstolla. Samningamenn Breta væru þó tilbúnir til þess að leggja mikið á sig og sjálfur væri hann fús til þess að ferðast til Parísar eða Berlín fyrir áframhaldandi samningaviðræður. Að mati Johnson fela tillögur Evrópusambandsins það í sér að Bretar yrðu nokkurs konar tvíburi þeirra þjóða sem eiga aðild að sambandinu. Heimildir breska ríkisútvarpsins herma að Bretar hafi lagt fram nýjar tillögur á miðvikudag, sem breyttu litlu varðandi stöðu viðræðna. Þá er fullyrt að viðræður gætu staðið lengur en til sunnudags. Keir Starmer, leiðtogi breska verkamannaflokksins, hvatti Johnson til þess að „drífa í því að ná í samning“ og leita lausna á útistandandi ágreiningsatriðum. Það væri ekki ómögulegt. Þá væri það hagur þjóðarinnar að Bretar næðu samningi við sambandið. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09 Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39 Reyna að ná samningi yfir kvöldverði í Brussel Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun síðar í dag fljúga til Brussel í Belgíu til fundar við Ursulu von der Leyen forseta framvkæmdastjórnar Evrópusambandsins. 9. desember 2020 06:58 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Viðræður munu halda áfram en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins er Johnson ekki bjartsýnn. Enn væri langt í land en aðeins þrjár vikur eru í að aðlögunarferli Breta við útgöngu úr Evrópusambandinu ljúki nú um áramótinu. Samningsaðilar hafa gefið það út að það ætti að liggja fyrir á sunnudag hvort samningar náist. Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings, en sú áætlun miðar að því að tryggja samgöngur og áframhaldandi veiðar. Johnson sakar Evrópusambandið um að vilja „læsa Bretland“ inn í regluverki sambandsins ella eiga yfir höfði sér „refsingar“ á borð við innflutningstolla. Samningamenn Breta væru þó tilbúnir til þess að leggja mikið á sig og sjálfur væri hann fús til þess að ferðast til Parísar eða Berlín fyrir áframhaldandi samningaviðræður. Að mati Johnson fela tillögur Evrópusambandsins það í sér að Bretar yrðu nokkurs konar tvíburi þeirra þjóða sem eiga aðild að sambandinu. Heimildir breska ríkisútvarpsins herma að Bretar hafi lagt fram nýjar tillögur á miðvikudag, sem breyttu litlu varðandi stöðu viðræðna. Þá er fullyrt að viðræður gætu staðið lengur en til sunnudags. Keir Starmer, leiðtogi breska verkamannaflokksins, hvatti Johnson til þess að „drífa í því að ná í samning“ og leita lausna á útistandandi ágreiningsatriðum. Það væri ekki ómögulegt. Þá væri það hagur þjóðarinnar að Bretar næðu samningi við sambandið.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09 Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39 Reyna að ná samningi yfir kvöldverði í Brussel Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun síðar í dag fljúga til Brussel í Belgíu til fundar við Ursulu von der Leyen forseta framvkæmdastjórnar Evrópusambandsins. 9. desember 2020 06:58 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút. 9. desember 2020 23:09
Svartsýni ríkir í Brussel Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 9. desember 2020 16:39
Reyna að ná samningi yfir kvöldverði í Brussel Boris Johnson forsætisráðherra Breta mun síðar í dag fljúga til Brussel í Belgíu til fundar við Ursulu von der Leyen forseta framvkæmdastjórnar Evrópusambandsins. 9. desember 2020 06:58