Svartsýni ríkir í Brussel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. desember 2020 16:39 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty/WPA Pool Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. Leiðtogar Breta og ESB funda saman í Brussel í kvöld í von um að klára málið á lokametrunum. Miðað við ummæli undanfarinna daga eru leiðtogarnir vongóðir en ekkert sérstaklega bjartsýnir. Þannig sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari að enn væri möguleiki á því að ná samningi þótt hún gæti engu slíku lofað. Breski forsætisráðherrann Boris Johnson tók í sama streng og sagði að þótt menn yrðu að vera jákvæðir væri staðan afskaplega erfið. Hvað breytist um áramótin? Frá og með 1. janúar mun EES-samningurinn ekki gilda lengur um Bretland og þýðir þetta þó nokkrar breytingar fyrir Íslendinga. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu eru það einna helst þessi atriði sem er vert að hafa í huga: Íslendingar sem flytja til Bretlands þurfa að sækja um dvalarleyfi og uppfylla skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi Reglur EES-samningsins um gagnkvæma viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi gilda ekki lengur Ekki verður lengur sjálfkrafa viðurkenning á að vörur uppfylli tæknilegar reglur og staðla Evrópska sjúkratryggingakortið gildir ekki lengur og þurfa þeir sem fara til Bretlands að huga að viðeigandi tryggingum Hvað breytist ekki? Sumt breytist þó ekki, meðal annars vegna bráðabirgðafríverslunarsamningsins sem Ísland, og Bretland undirrituðu í gær. Íslendingar búsettir í Bretlandi fyrir lok árs 2020 halda dvalar- og búseturéttindum sínum en verða að sækja um svokallaðan „settled status“. Áfram verður hægt að heimsækja Bretland án vegabréfsáritunar. Óbreytt tollkjör verða í vöruviðskiptum vegna bráðabirgðafríverslunarsamnings. Réttindi þeirra sem hafa fengið prófskírteini frá Bretlandi viðurkennd fyrir lok aðlögunartímabilsins, eða umsókn um slíkt lögð fram fyrir lok aðlögunartímabilsins, hafa verið tryggð. Evrópusambandið Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
Leiðtogar Breta og ESB funda saman í Brussel í kvöld í von um að klára málið á lokametrunum. Miðað við ummæli undanfarinna daga eru leiðtogarnir vongóðir en ekkert sérstaklega bjartsýnir. Þannig sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari að enn væri möguleiki á því að ná samningi þótt hún gæti engu slíku lofað. Breski forsætisráðherrann Boris Johnson tók í sama streng og sagði að þótt menn yrðu að vera jákvæðir væri staðan afskaplega erfið. Hvað breytist um áramótin? Frá og með 1. janúar mun EES-samningurinn ekki gilda lengur um Bretland og þýðir þetta þó nokkrar breytingar fyrir Íslendinga. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu eru það einna helst þessi atriði sem er vert að hafa í huga: Íslendingar sem flytja til Bretlands þurfa að sækja um dvalarleyfi og uppfylla skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi Reglur EES-samningsins um gagnkvæma viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi gilda ekki lengur Ekki verður lengur sjálfkrafa viðurkenning á að vörur uppfylli tæknilegar reglur og staðla Evrópska sjúkratryggingakortið gildir ekki lengur og þurfa þeir sem fara til Bretlands að huga að viðeigandi tryggingum Hvað breytist ekki? Sumt breytist þó ekki, meðal annars vegna bráðabirgðafríverslunarsamningsins sem Ísland, og Bretland undirrituðu í gær. Íslendingar búsettir í Bretlandi fyrir lok árs 2020 halda dvalar- og búseturéttindum sínum en verða að sækja um svokallaðan „settled status“. Áfram verður hægt að heimsækja Bretland án vegabréfsáritunar. Óbreytt tollkjör verða í vöruviðskiptum vegna bráðabirgðafríverslunarsamnings. Réttindi þeirra sem hafa fengið prófskírteini frá Bretlandi viðurkennd fyrir lok aðlögunartímabilsins, eða umsókn um slíkt lögð fram fyrir lok aðlögunartímabilsins, hafa verið tryggð.
Evrópusambandið Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira