Erlent

Munu freista þess að tryggja óhindraðar samgöngur og fiskveiðar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Evrópusambandið mun freista þess að tryggja áfarmhaldandi fiskveiðar jafnvel þótt Bretar yfirgefi sambandið samningslausir.
Evrópusambandið mun freista þess að tryggja áfarmhaldandi fiskveiðar jafnvel þótt Bretar yfirgefi sambandið samningslausir. epa/Robert Perry

Evrópusambandið hefur gefið út viðbragðsáætlun sem gripið verður til ef fer sem horfir og aðlögunartímabilinu í kjölfar Brexit lýkur án samnings. Áætlunin miðar að því að tryggja samgöngur milli Bretlands og Evrópu og áframhaldandi veiðar.

Núverandi fyrirkomulag viðskipta milli Bretlands og Evrópusambandsins fellur úr gildi 31. desember. Bretar yfirgáfu Evrópusambandið í lok janúar á þessu ári en aðilar samþykktu að gefa sér ellefu mánuði til að freista þess að ná samkomulagi um viðskiptasamband.

Samningaviðræður hafa hins vegar litlu skilað og fundur Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í gær endaði án niðurstöðu um hvernig mætti þoka viðræðunum áfram.

Mikið ber í milli, samkvæmt BBC.

Samkvæmt yfirlýsingu frá framkvæmdastjórninni, sem birt var í morgun, er uppi mikil óvissa um hvort samningar náist fyrir árslok. Áhrifin verða mismikil milli geira en aðgerðir Evrópusambandsins munu miða að því að milda alvarlegustu afleiðingarnar.

Stefnt verður að því að viðhalda ákveðnum flugsamgöngum í sex mánuði, að því gefnu að Bretar geri slíkt hið sama. Þá verður þess einnig freistað að viðhalda vöru- og fólksflutningum á vegum.

Evrópusambandið mun sömuleiðis reyna að tryggja áframhaldandi veiðar bæði evrópska og breska fiskiflotans í fiskveiðilögsögu beggja aðila.

Samkvæmt greiningu BBC hefur framkvæmdastjórnin forðast að gefa út hvað hún hyggst gera ef til þess kemur að Bretland yfirgefa sambandið samningslausir, meðal annars vegna þess að hún hefur ekki viljað veita Bretum þá hugarró að það fari ekki allt í háaloft.

Og yfirlýsing um áframhald óhindraðra samgangna mun að öllum líkindum draga eitthvað úr dramatíkinni þegar líður að áramótum.


Tengdar fréttir

Fundinum í Brussel lokið án niðurstöðu

Fundi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í Brussel er lauk í kvöld án niðurstöðu. Ennþá ber mikið í milli í samningaviðræðum Bretlands og Evrópusambandsins um viðskiptasamning sem markmiðið var að ná fyrir áramót. Viðræðurnar virðast vera í algjörum rembihnút.

Svartsýni ríkir í Brussel

Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. 

Boris John­son fer til Brussel vegna Brexit

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fer til Brussel á morgun til þess að funda með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um Brexit.

Flýgur til Brussel eftir að 90 mínútna símtal skilaði engu

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fljúga til Brussel í vikunni til fundar við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í von um að viðskiptasamningar náist. Johnson og von der Leyen ræddu saman í 90 mínútur í síma í kvöld en án árangurs.

Enn djúpur ágreiningur á þremur sviðum

Viðræðum Breta og Evrópusambandsins varðandi Brexit verður framhaldið á morgun. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, funduðu símleiðis í dag.

Samið um fisk fram á rauðanótt - enn og aftur

Allur sjávarútvegur Bretlands veltir minna fé en Harrods verslunin í Lundúnum. Samt snúast úrslitaviðræður leiðtoga Bretlands og Evrópusambandsins þessa helgi meðal annars um fiskikvóta í hafinu umhverfis Bretland. Samninga þarf að klára um eða eftir þessa helgi ef ekki á illa að fara fyrir hagkerfi 500 milljóna manna í Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum með útgöngu án samnings um áramótin.

John­son og Von Der Leyen funda vegna Brexit-patt­stöðu

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Ursula Von Der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, munu funda síðar í dag og er markmið fundarins að leysa úr pattstöðunni sem myndast hefur í samningsgerð fríverslunarsamnings sem taka á gildi eftir að Bretland gengur formlega úr ESB um áramót.

Líkur á að frí­verslunar­samningur náist hverfandi

Líkurnar á því að fríverslunarsamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins náist áður en Bretland segir skilið við Evrópusambandið eru hörfandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir heimildamanni sem er hátt settur hjá breskum stjórnvöldum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.