Yfirvöld í Frakklandi boða tilslakanir þrátt fyrir 10 þúsund dagleg smit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2020 20:10 Götur átta borga í Frakklandi voru nær mannlausar í nótt út af útgöngubanninu. AP Photo/Laurent Cipriani Yfirvöld í Frakklandi hafa boðað tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum þrátt fyrir að enn greinist meira en 10 þúsund manns smitaðir í landinu dag hvern. Til stóð að opna menningarstaði að nýju en því hefur verið frestað og hefur útgöngubann að nóttu til verið boðað. Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði í dag að fjölda smita fækkaði ekki eins fljótt og vonir voru um eftir að útgöngubann var sett á í lok október. Útgöngubanninu sem hefur verið í gildi síðan þá verður aflétt en þess í stað verður sett á útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex að morgni og tekur það gildi frá og með 15. desember. Útgöngubanninu verður ekki aflétt um áramót, eins og einhverjir vonuðust til, til þess að koma í veg fyrir að stórir hópar fólks safnist saman. Ríkisstjórnin hafði áætlað að boða ekki tilslakanir fyrr en dagleg smit væru orðin færri en fimm þúsund. Það virðist hins vegar ekki raunin, en undanfarna daga hafa meira en tíu þúsund greinst smitaðir dag hvern og í gær greindust 13.750 smitaðir af veirunni. „Við erum enn ekki komin að lokum þessarar annarrar bylgju, og við munum ekki ná markmiðum okkar sem við ætluðum að ná 15. desember,“ sagði Castex á blaðamannafundi í dag. „Við getum ekki slakað alveg á strax. Við verðum að vera einbeitt og vera vakandi til þess að komast í gegnum komandi vikur,“ bætti hann við. Söfn, kvikmyndahús, leikhús og íþróttamiðstöðvar verða ekki opnaðar aftur næstu þrjár vikurnar eins og búist var við. Ákvörðunin um að opna ekki þessar menningarmiðstöðvar hefur verið harðlega gagnrýnd af meðlimum listasenunnar og sagði Phillipe Lellouche, leikari og leikstjóri, í samtali við sjónvarpsstöðina BMF: „Við erum orðin þreytt á því að vera hundsuð. Enn á ný hefur menningin verið skilin eftir á hliðarlínunni.“ Frekari tilslakanir voru tilkynntar af Castex í dag. Leyfilegt verður að ferðast á milli landshluta, útgöngubannið mun ekki gilda á aðfangadagskvöld, fjölskyldur mega fagna jólunum saman en þó ekki fleiri en sex í einu. Í Frakklandi hafa meira en 2,3 milljónir greinst smitaðir af veirunni og nærri 57 þúsund látið lífið frá upphafi faraldursins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46 Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13 Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Jean Castex, forsætisráðherra Frakklands, sagði í dag að fjölda smita fækkaði ekki eins fljótt og vonir voru um eftir að útgöngubann var sett á í lok október. Útgöngubanninu sem hefur verið í gildi síðan þá verður aflétt en þess í stað verður sett á útgöngubann frá klukkan átta á kvöldin til sex að morgni og tekur það gildi frá og með 15. desember. Útgöngubanninu verður ekki aflétt um áramót, eins og einhverjir vonuðust til, til þess að koma í veg fyrir að stórir hópar fólks safnist saman. Ríkisstjórnin hafði áætlað að boða ekki tilslakanir fyrr en dagleg smit væru orðin færri en fimm þúsund. Það virðist hins vegar ekki raunin, en undanfarna daga hafa meira en tíu þúsund greinst smitaðir dag hvern og í gær greindust 13.750 smitaðir af veirunni. „Við erum enn ekki komin að lokum þessarar annarrar bylgju, og við munum ekki ná markmiðum okkar sem við ætluðum að ná 15. desember,“ sagði Castex á blaðamannafundi í dag. „Við getum ekki slakað alveg á strax. Við verðum að vera einbeitt og vera vakandi til þess að komast í gegnum komandi vikur,“ bætti hann við. Söfn, kvikmyndahús, leikhús og íþróttamiðstöðvar verða ekki opnaðar aftur næstu þrjár vikurnar eins og búist var við. Ákvörðunin um að opna ekki þessar menningarmiðstöðvar hefur verið harðlega gagnrýnd af meðlimum listasenunnar og sagði Phillipe Lellouche, leikari og leikstjóri, í samtali við sjónvarpsstöðina BMF: „Við erum orðin þreytt á því að vera hundsuð. Enn á ný hefur menningin verið skilin eftir á hliðarlínunni.“ Frekari tilslakanir voru tilkynntar af Castex í dag. Leyfilegt verður að ferðast á milli landshluta, útgöngubannið mun ekki gilda á aðfangadagskvöld, fjölskyldur mega fagna jólunum saman en þó ekki fleiri en sex í einu. Í Frakklandi hafa meira en 2,3 milljónir greinst smitaðir af veirunni og nærri 57 þúsund látið lífið frá upphafi faraldursins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Tengdar fréttir Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46 Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13 Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Mannlausar götur í París Umdeilt útgöngubann tók gildi í gærkvöldi í París svo og átta öðru borgum Frakklands. Götur borganna voru nær mannlausar en lögregla fylgdi því eftir að bannið væri virt. 18. október 2020 10:46
Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. 15. október 2020 11:13
Koma á útgöngubanni í Frakklandi Útgöngubann til að hefta hraða útbreiðslu kórónuveirunnar tekur gildi í París og átta öðrum borgum í Frakklandi á laugardag. Emmanuel Macron, forseti, segir bannið verða í gildi í að minnsta kosti fjórar vikur. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna uppgangs veirunnar. 14. október 2020 19:28
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent