Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 11:13 Tvo Rómabörn að leik í þorpi í Búlgaríu. AP/Vadim Ghirda Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. Í ítarlegri umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að í Búlgaríu hafi sótthreinsiefni til að mynda verið varpað á samfélög Rómafólks úr flugvélum og þyrlum sem notaðar eru til að bera áburð og skordýraeitur á tún. Tilkynningum um að lögregluþjónar hafi beitt Rómafólk ofbeldi hefur fjölgað og í Slóvakíu hefur herinn verið látinn skima eftir veirunni meðal þessa fólks og hvergi annars staðar. Þessar aðgerðir eru framkvæmdar án þess að tilkynningar hafi borist um umfangsmikla útbreiðslu veirunnar meðal Rómafólks. Aðgerðirnar þykja líkjast þeim sem popúliskir leiðtogar hafa beitt til að herða tök sín í skjóli faraldursins. Rómafólk rekur rætur sínar til ættbálka í norðurhluta Indlands og aldalöng mismunun og ofsóknir hafa gert meðlimi þessa samfélags af einhverjum fátækustu og minnst menntuðu íbúum Evrópu. Rómafólk býr víða í afgirtum hverfum og með takmarkaðan aðgang að rafmagni, rennandi vatni og heilbrigðisþjónustu. Margir eiga erfitt með að finna vinnu og heilt yfir er meðal ævilengd Rómafólks styttri en annarra hópa. Í Moldóvu sakaði borgarstjóri Rómafólk um að dreifa veirunni meðal íbúa borgarinnar og embættismenn í Ivano-Frankivsk í Úkraínu skipuðu lögreglu borgarinnar að vísa öllu Rómafólki á brott. Í Búlgaríu hafa stjórnmálamenn lýst samfélögum Rómafólks sem „smithreiðrum“. Í Slóvakíu er atvik til rannsóknar þar sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa barið fimm börn með kylfu og hótað að skjóta þau til bana fyrir að leika sér fyrir utan þorp þeirra. Sögur sem þessar koma ekki eingöngu frá Austur-Evrópu heldur einnig ríkjum eins og Belgíu og Ítalíu. Bæjarstjóri þorps nærri París í Frakklandi varaði íbúa þar við því að láta yfirvöld vita um leið og það sæist til vagnalestar. Var hann þar að vísa til Rómafólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. Í ítarlegri umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að í Búlgaríu hafi sótthreinsiefni til að mynda verið varpað á samfélög Rómafólks úr flugvélum og þyrlum sem notaðar eru til að bera áburð og skordýraeitur á tún. Tilkynningum um að lögregluþjónar hafi beitt Rómafólk ofbeldi hefur fjölgað og í Slóvakíu hefur herinn verið látinn skima eftir veirunni meðal þessa fólks og hvergi annars staðar. Þessar aðgerðir eru framkvæmdar án þess að tilkynningar hafi borist um umfangsmikla útbreiðslu veirunnar meðal Rómafólks. Aðgerðirnar þykja líkjast þeim sem popúliskir leiðtogar hafa beitt til að herða tök sín í skjóli faraldursins. Rómafólk rekur rætur sínar til ættbálka í norðurhluta Indlands og aldalöng mismunun og ofsóknir hafa gert meðlimi þessa samfélags af einhverjum fátækustu og minnst menntuðu íbúum Evrópu. Rómafólk býr víða í afgirtum hverfum og með takmarkaðan aðgang að rafmagni, rennandi vatni og heilbrigðisþjónustu. Margir eiga erfitt með að finna vinnu og heilt yfir er meðal ævilengd Rómafólks styttri en annarra hópa. Í Moldóvu sakaði borgarstjóri Rómafólk um að dreifa veirunni meðal íbúa borgarinnar og embættismenn í Ivano-Frankivsk í Úkraínu skipuðu lögreglu borgarinnar að vísa öllu Rómafólki á brott. Í Búlgaríu hafa stjórnmálamenn lýst samfélögum Rómafólks sem „smithreiðrum“. Í Slóvakíu er atvik til rannsóknar þar sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa barið fimm börn með kylfu og hótað að skjóta þau til bana fyrir að leika sér fyrir utan þorp þeirra. Sögur sem þessar koma ekki eingöngu frá Austur-Evrópu heldur einnig ríkjum eins og Belgíu og Ítalíu. Bæjarstjóri þorps nærri París í Frakklandi varaði íbúa þar við því að láta yfirvöld vita um leið og það sæist til vagnalestar. Var hann þar að vísa til Rómafólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira