Það gerðist í enn eitt skiptið í dag þegar liðið lenti 1-0 undir gegn West Ham í Lundúnum en kom til baka með stæl í síðari hálfleik, líkt og liðið gerði um síðustu helgi þegar Man Utd var 2-0 undir í leikhléi gegn Southampton en vann leikinn 3-2.
Vel er fylgst með allri tölfræði í ensku úrvalsdeildinni eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
385 - Following their win at West Ham, @ManUtd have won more points from losing positions than any other side in Premier League history. Dogged. #WHUMUN pic.twitter.com/YUtFXvYE5n
— OptaJoe (@OptaJoe) December 5, 2020
Með sigrinum í dag fór Man Utd upp fyrir Tottenham á lista yfir þau lið sem hafa náð í flest stig eftir að hafa lent undir í leikjum.
Þetta var í fimmta skipti á yfirstandandi leiktíð sem Man Utd nær sigri eftir að hafa lent undir á útivelli en það gerðu þeir einnig gegn Brighton, Newcastle, Everton og Southampton.