Erlent

Myndir sýna heimsins stærsta ísjaka

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gríðarlegt ísstál.
Gríðarlegt ísstál. BFSAI/CORPORAL PHILIP DYE

Liðsmenn breska flughersins hafa náð myndum af heimsins stærsta ísjaka sem nú stefnir í átt að Suður-Georgíu, breskri eyju í Suður-Atlandshafinu.

Vísir hefur áður fjallað um ísjakann sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu árið 2017.

Gervihnettir hafa fylgst með reki ísjakans sem hlaut raðheitið A-68 og áætlað var að hann væri um 5.800 ferkílómetrar að flatarmáli. Til samanburðar mældist Vatnajökull um 7.700 ferkílómetrar að flatarmáli árið 2017.

Liðsmenn breska flughersins flugu yfir jakann á dögunum sem sýnir ótrúlegt umfang hans. Er ísjakinn það stór að ómögulegt reyndist að ná honum öllum á eina mynd. Gervihnattamynd sem sjá má hér í fréttinni sýnir þó ágætlega umfang hans, í samanburði við eyjuna.

Gríðarstór ísgöng virðast liggja undir jakanum.BFSAI/CORPORAL PHILIP DYE

Stærstur hluti jakans rekur nú hratt norðaustur í átt að Suður-Georgíu. Er það nú aðeins um 350 kílómetra frá eyjunni.

Talið er að jakinn gæti strandað á grunnsævi og valdið verulegum usla fyrir dýr á eyjunni og á hafsbotni

Eins og sjá má er jakinn gríðarlega stór.BFSAI/CORPORAL PHILIP DYE

Strandi ísjakinn við Suður-Georgíu gæti hann verið þar næstu tíu árin. Ísjaki sem rak að ströndum eyjarinnar árið 2004 olli dauða ungviðis bæði mörgæsa og sela.

Enn er þó ekki útilokað að hafstraumar beri ísjakann fram hjá Suður-Georgíu til norðvesturs og hann brotni smám saman upp í minni borgarísjaka.

Hér sést ísjakinn í samanburði við eyjuna sem hann stefnir á. Eyjan og jakinn eru álíka stórar.COPERNICUS SENTINEL DATA (2020)/PIERRE MARKUSE

Tengdar fréttir

Tröllaukinn ísjaki stefnir á breska eyju

Risavaxinn ísjaki sem brotnaði úr Larsen C-ísbreiðunni á Suðurskautslandinu stefnir nú á Suður-Georgíu, breska eyju í Suður-Atlantshafinu. Jakinn er svipaður að stærð og eyjan og gæti valdið meiriháttar búsifjum fyrir dýrategundir sem þar þrífast.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.