Erlent

Risavaxinn ísjaki brotnaði af suðurskautsísnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísindamenn hafa fylgst með jöklinum um skeið eftir að stórar sprungur mynduðust í Larsen C íshellunni.
Vísindamenn hafa fylgst með jöklinum um skeið eftir að stórar sprungur mynduðust í Larsen C íshellunni. Vísir/EPA
Risastór ísjökull hefur brotnað af suðurskautsísnum. Vísindamenn hafa fylgst með honum um skeið eftir að stórar sprungur mynduðust í Larsen C íshellunni. Ísjakinn, sem er um 5.800 ferkílómetrar að stærð og um billjón tonn að þyngd er nú á reki í Weddellhafi.

Larsen C íshellan hefur nú tapað um tíu prósentum af flatarmáli sínu og hefur aldrei mælst minni, samkvæmt frétt Guardian.

Sjá einnig: Risavaxinn borgarísjaki að brotna af suðurskautsísnum

Talið er að jökullinn hafi brotnað af á síðustu dögum, en vísindamenn við Swansea háskólann hafa staðfest það með gervihnattarmyndum. Talið er að ísjökullinn sé með þeim tíu stærstu sem hafa mælst.

Ef allur ís suðurskautsins myndi bráðna er talið að sjávarmál gæti hækkað um allt að 60 metra. Hins vegar er ekki talið að sjávarmál muni hækka vegna þessa, þar sem þessi hluti hellunnar var þegar á floti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×