Enn ein endurkoman hjá Man Utd

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pogba minnti á sig í dag.
Pogba minnti á sig í dag. vísir/Getty

Manchester United fór illa með West Ham í síðari hálfleik eftir að West Ham hafði töluverða yfirburði í fyrri hálfleiknum þegar liðin áttust við á Ólympíuleikvangnum í Lundúnum í kvöld.

Ole Gunnar Solskjær stillti upp áhugaverðu byrjunarliði þar sem Dean Henderson var meðal annars í markinu auk þess sem Paul Pogba hóf leik á miðjunni á meðan Bruno Fernandes byrjaði á bekknum.

Leikur Man Utd í fyrri hálfleik var afleitur og voru gestirnir í raun heppnir að vera bara einu marki undir í leikhléi. Mark West Ham skoraði Tomas Soucek eftir að Declan Rice hafði skallað boltann til hans.

Bruno Fernandes kom inn á í leikhléi ásamt Marcus Rashford og var allt annað að sjá til gestanna í síðari hálfleik.

Jöfnunarmarkið kom úr óvæntri átt þegar Paul Pogba skoraði með skoti utan vítateigs eftir stoðsendingu Fernandes á 65.mínútu. Nokkrum andartökum síðar var Man Utd komið í forystu með marki Mason Greenwood.

Marcus Rashford fullkomnaði svo endurkomuna þegar hann kom Man Utd í 1-3 á 78.mínútu eftir frábæra sendingu Juan Mata. Lokatölur 1-3 fyrir Man Utd sem er nú í 4.sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.