Þægilegt hjá Man City gegn nýliðunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Zambo og Sterling í baráttunni í dag.
Zambo og Sterling í baráttunni í dag. vísir/Getty

Manchester City átti ekki í teljandi erfiðleikum með nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var ekki nema fjögurra mínútna gamall þegar Raheem Sterling slapp í gegn og skoraði framhjá Alphonse Areola.

Eftir tæplega hálftíma leik fiskaði Sterling svo vítaspyrnu sem Kevin De Bruyne tók og skoraði úr af öryggi.

Í stað þess að raða inn fleiri mörkum á nýliðana stigu heimamenn verulega af bensíngjöfinni það sem eftir lifði leiks en sigldu 2-0 sigri örugglega í höfn.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.