Þægilegt hjá Man City gegn nýliðunum Arnar Geir Halldórsson skrifar 5. desember 2020 16:49 Zambo og Sterling í baráttunni í dag. vísir/Getty Manchester City átti ekki í teljandi erfiðleikum með nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var ekki nema fjögurra mínútna gamall þegar Raheem Sterling slapp í gegn og skoraði framhjá Alphonse Areola. Eftir tæplega hálftíma leik fiskaði Sterling svo vítaspyrnu sem Kevin De Bruyne tók og skoraði úr af öryggi. Í stað þess að raða inn fleiri mörkum á nýliðana stigu heimamenn verulega af bensíngjöfinni það sem eftir lifði leiks en sigldu 2-0 sigri örugglega í höfn. Man City record back-to-back #PL wins for the first time this season #MCIFUL pic.twitter.com/tc1StduUb1— Premier League (@premierleague) December 5, 2020 Enski boltinn
Manchester City átti ekki í teljandi erfiðleikum með nýliða Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn var ekki nema fjögurra mínútna gamall þegar Raheem Sterling slapp í gegn og skoraði framhjá Alphonse Areola. Eftir tæplega hálftíma leik fiskaði Sterling svo vítaspyrnu sem Kevin De Bruyne tók og skoraði úr af öryggi. Í stað þess að raða inn fleiri mörkum á nýliðana stigu heimamenn verulega af bensíngjöfinni það sem eftir lifði leiks en sigldu 2-0 sigri örugglega í höfn. Man City record back-to-back #PL wins for the first time this season #MCIFUL pic.twitter.com/tc1StduUb1— Premier League (@premierleague) December 5, 2020
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn