Nánar tiltekið lenti geimfarið skammt frá Mons Rümker í Stormhafinu og var það í þriðja sinn sem Kínverjar lenda geimfari á tunglinu.
Bergsýnin sem Chang'e 5 safnaði eiga að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, hversu lengi það var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út.
Samkvæmt frétt Xinhua, sem er í eigu kínverska ríkisins, tók það um 19 klukkustundir að safna sýnunum og var þeim komið fyrir í sérstöku íláti á geimfarinu. Bæði boraði farið eftir sýnum og tók þau upp með skóflu.
Aðrir hlutar geimfarsins eru á braut um tunglið og eiga þeir að sameinast þar. Í kjölfarið verður stefnan svo sett á jörðina en óvíst er hvenær það verður. Ferðalagið aftur til jarðar er þó hafið.
The China National Space Administration has released a replay of the Chang e 5 spacecraft's landing in the Oceanus Procellarum region of the moon Tuesday.
— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) December 3, 2020
This accelerated clip shows the probe s descent, pitchover, and touchdown on the lunar surface.https://t.co/3s6RUbF7GV pic.twitter.com/ZKs28jcYwO