Erlent

Kínverjar ætla sér að sækja mánasteina

Kjartan Kjartansson skrifar
Chang'e-5 er nefnt til heiðurs kinverskrar tunglgyðju. Geimfarinu verður skotið á loft með þessari Long March-5 eldflaug frá Wenchang-geimmiðstöðinni í Hainan-héraði í sunanverðu Kína á þriðjudag.
Chang'e-5 er nefnt til heiðurs kinverskrar tunglgyðju. Geimfarinu verður skotið á loft með þessari Long March-5 eldflaug frá Wenchang-geimmiðstöðinni í Hainan-héraði í sunanverðu Kína á þriðjudag. AP/Zhang Gaoxiang/Xinhua

Könnunargeimfar sem Kínverjar ætla að skjóta á loft í vikunni á að safna grjóti á tunglinu og koma með aftur til jarðar. Heppnist leiðangurinn verður það í fyrsta skipti sem bergsýni frá tunglinu koma til jarðar frá því á áttunda áratug síðustu aldar.

Chang‘e-5-geimfarinu verður skotið á loft á þriðjudag gangi allt að óskum. Það á að sækja um tvö kíló af bergsýnum á svæði í Stormhafinu á tunglinu sem ekkert geimfar hefur áður heimsótt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.

Þetta er margfalt meira magn en í síðasta leiðangri af þessari tegund, Luna-24 leiðangurs Sovétmanna sem sótti 170 grömm árið 1976. Bandarísku Apollo-geimfararnir tóku með sér um 382 kíló af grjóti og jarðvegi í sex mönnuðum leiðöngrum til tunglsins frá 1969 til 1972.

Bergsýnin nú eiga að gefa vísindamönnum betri hugmynd um hvernig tunglið myndaðist og þróaðist, hversu lengi það var jarðfræðilega virkt og hvenær segulsvið þess fjaraði út.

Uppfært 1.12.20 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ekkert geimfar hefði áður heimsótt Stormahafið á tunglinu. Það rétta er að Chang'e-5 á að lenda á Mons Rümker-svæðinu í Stormahafinu sem ekkert geimfar hefur heimsótt til þessa. Apollo 12-leiðangurinn lenti í Stormahafinu árið 1969.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.