Erlent

Kínverjar senda geimfar til tunglsins

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ef allt gengur að óskum ætti geimfarið að snúa til baka um miðjan desember.
Ef allt gengur að óskum ætti geimfarið að snúa til baka um miðjan desember. Getty/Artyom Ivanov

Kínverjar skutu í nótt geimfari á loft sem ætlað er að fara til tunglsins og koma til baka með tunglgrjót.

Ef allt gengur að óskum ætti geimfarið að snúa til baka um miðjan desember. Þetta er í fyrsta sinn í rúm fjörutíu ár sem grjót af tunglinu er flutt til Jarðar en Bandaríkjamenn og Sovétmenn voru duglegir við þá iðju þegar geimferðakapphlaupið stóð sem hæst.

Kínverjar vilja nú verða þriðja þjóðin sem gerir þetta en um afar flókna aðgerð er að ræða. Grjótið sem Kínverjar ætla að sækja er talið vera mun yngra í jarðsögulegu tilliti heldur en grjótið sem Sovétmenn og Bandaríkjamenn náðu í.

Því ættu steinarnir að gefa vísindamönnum aukna möguleika til rannsókna á sólkerfinu og tilurð þess.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×