Mikil líkindi með framgöngu áströlsku sérsveitarinnar í Afganistan og kanadíska Sómalíu-hneykslinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2020 16:34 Glæpir áströlsku sveitarinnar áttu sér stað á árunum 2009-2013. epa/Paul Miller Fyrrverandi varnarmálaráðherra Kanada segir að eina leiðin til að uppræta kerfislæg „menningarvandamál“ og endurheimta orðspor kanadíska hersins í kjölfar svokallaðs Sómalíu-hneykslis, hafi verið að leysa upp umrædda hersveit. Mikil líkindi þykja með Sómalíu-hneykslinu og því máli sem nú er til rannsóknar innan ástralska hersins en samkvæmt nýrri skýrslu tóku 19 úrvalssveitarmenn þátt í því að myrða 39 almenna borgara í Afganistan á árunum 2009-2013. Í skýrslu Australian Defence Force segir m.a. að morðin megi rekja til „stríðsmannakúltúrs“ innan sveitarinnar en nýliðar voru t.d. „vígðir“ með því að láta skjóta fanga. Þá tóku menn lögin í eigin hendur og gengust upp í því að vera útvaldir og „sérstakir“. Stilltu sér upp með fórnarlambinu og tóku myndir Sómalíu-hneykslið snérist um hermenn í Airborne Regiment en þeir urðu m.a. uppvísir að því að hafa pyntað og myrt 16 ára sómalskan dreng árið 1993. Þeir voru á þeim tíma hluti af friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu. Hermennirnir tóku hryllilegar myndir þar sem þeir stilltu sér upp með hinum 16 ára Shidane Arone á meðan pyntingunum stóð en í framhaldinu komu einnig í ljós myndskeið sem sýndu hermenn láta rasísk ummæli falla og taka þátt í grimmdarlegum „busavígslum“. Málið vakti mikla reiði meðal Kanadamanna og árið 1995 ákvað David Collenette, þáverandi varnarmálaráðherra, að leysa sveitina upp og láta fallhlífaherdeildirnar þrjár sem henni tilheyrðu renna inn í aðrar sveitir. Eina leiðin til að uppræta vandann Engar fregnir hafa borist af því að áströlsk stjórnvöld séu að velta því fyrir sér að fara sömu leið en Collenette sagði í samtali við Guardian að þetta hefði verið eina leiðin til að takast á við þau djúpstæðu vandamál sem hefðu leitt til framgöngu hermannanna. „Ég er ekki að segja að bara af því að Kanada gerði þetta ættu önnur ríki að gera slíkt hið sama,“ sagði hann. „En ef þú horfir á okkar reynslu, þar sem stríðsglæpir enduðu í sakfelllingum og þær afhjúpuðu kerfislæg vandamál innan þeirra stofnana þaðan sem einstaklingarnir komu, þá virtist rökrétt, ef þú taldir þig ekki geta breytt kúltúrnum, að byrja upp á nýtt. Sem er það sem við gerðum og það virkaði.“ Collenette sagði vandann m.a. hafa verið fólginn í því að innan hersins voru menn enn að hugsa eins og þeir gerðu í heimsstyrjöldunum, í Kóreu og á tímum kalda stríðsins. Ákvörðun hans hefði komið mönnum á óvart en það hefði engu að síður verið tilfinning manna að grípa þyrfti til róttækra ráðstafana. Aðgerðirnar hefðu borið árangur; Sómalíu-hneykslið væri ljótasti bletturinn á hernaðarsögu Kanada en mikið vatn runnið til sjávar. Enginn kanadískur hermaður hefur verið ásakaður um stríðsglæp síðan. Guardian og BBC sögðu frá. Ástralía Kanada Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32 Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Mikil líkindi þykja með Sómalíu-hneykslinu og því máli sem nú er til rannsóknar innan ástralska hersins en samkvæmt nýrri skýrslu tóku 19 úrvalssveitarmenn þátt í því að myrða 39 almenna borgara í Afganistan á árunum 2009-2013. Í skýrslu Australian Defence Force segir m.a. að morðin megi rekja til „stríðsmannakúltúrs“ innan sveitarinnar en nýliðar voru t.d. „vígðir“ með því að láta skjóta fanga. Þá tóku menn lögin í eigin hendur og gengust upp í því að vera útvaldir og „sérstakir“. Stilltu sér upp með fórnarlambinu og tóku myndir Sómalíu-hneykslið snérist um hermenn í Airborne Regiment en þeir urðu m.a. uppvísir að því að hafa pyntað og myrt 16 ára sómalskan dreng árið 1993. Þeir voru á þeim tíma hluti af friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna í Sómalíu. Hermennirnir tóku hryllilegar myndir þar sem þeir stilltu sér upp með hinum 16 ára Shidane Arone á meðan pyntingunum stóð en í framhaldinu komu einnig í ljós myndskeið sem sýndu hermenn láta rasísk ummæli falla og taka þátt í grimmdarlegum „busavígslum“. Málið vakti mikla reiði meðal Kanadamanna og árið 1995 ákvað David Collenette, þáverandi varnarmálaráðherra, að leysa sveitina upp og láta fallhlífaherdeildirnar þrjár sem henni tilheyrðu renna inn í aðrar sveitir. Eina leiðin til að uppræta vandann Engar fregnir hafa borist af því að áströlsk stjórnvöld séu að velta því fyrir sér að fara sömu leið en Collenette sagði í samtali við Guardian að þetta hefði verið eina leiðin til að takast á við þau djúpstæðu vandamál sem hefðu leitt til framgöngu hermannanna. „Ég er ekki að segja að bara af því að Kanada gerði þetta ættu önnur ríki að gera slíkt hið sama,“ sagði hann. „En ef þú horfir á okkar reynslu, þar sem stríðsglæpir enduðu í sakfelllingum og þær afhjúpuðu kerfislæg vandamál innan þeirra stofnana þaðan sem einstaklingarnir komu, þá virtist rökrétt, ef þú taldir þig ekki geta breytt kúltúrnum, að byrja upp á nýtt. Sem er það sem við gerðum og það virkaði.“ Collenette sagði vandann m.a. hafa verið fólginn í því að innan hersins voru menn enn að hugsa eins og þeir gerðu í heimsstyrjöldunum, í Kóreu og á tímum kalda stríðsins. Ákvörðun hans hefði komið mönnum á óvart en það hefði engu að síður verið tilfinning manna að grípa þyrfti til róttækra ráðstafana. Aðgerðirnar hefðu borið árangur; Sómalíu-hneykslið væri ljótasti bletturinn á hernaðarsögu Kanada en mikið vatn runnið til sjávar. Enginn kanadískur hermaður hefur verið ásakaður um stríðsglæp síðan. Guardian og BBC sögðu frá.
Ástralía Kanada Afganistan Hernaður Tengdar fréttir Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35 Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03 Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32 Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Bræði í Ástralíu vegna „ógeðslegrar“ myndar frá Kína Yfirvöld í Ástralíu hafa krafist afsökunarbeiðni frá ráðamönnum í Kína eftir að talsmaður utanríkisráðuneytis Kína deildi samsettri mynd sem sýna átti ástralskan hermann myrða stúlku í Afganistan. 1. desember 2020 15:35
Tíu hermenn til viðbótar reknir vegna stríðsglæpa í Afganistan Forsvarsemnn herafla Ástralíu hafa rekið minnst tíu hermenn sem sagðir eru hafa orðið vitni að morðum á óvopnuðum föngum í Afganistan. Áður hefur verið lagt til að minnst 19 hermenn verði rannsakaðir og mögulega ákærðir fyrir stríðsglæpi. 26. nóvember 2020 12:03
Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013. 19. nóvember 2020 09:32
Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. 12. nóvember 2020 10:08
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent