Erlent

Ástralskir hermenn drápu almenna borgara í Afganistan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Skýrslan varpar dökku ljósi á framferði ástralskra hermanna í Afganistan.
Skýrslan varpar dökku ljósi á framferði ástralskra hermanna í Afganistan. Getty/Alex Ellinghausen

Ástralskir sérsveitahermenn eru sagðir bera ábyrgð á að minnsta kosti þrjátíu og níu morðum sem framin voru í stríðinu í Afganistan á árunum 2009 til 2013.

Þetta segir í nýrri skýrslu sem ástralski herinn lét gera en niðurstöður hennar eru þær að nítján núverandi eða fyrrverandi hermenn eigi að sæta lögreglurannsókna vegna drápa á stríðsföngum eða óbreyttum borgurum. Í skýrslunni segir að sumstaðar í hernum hafi ríkt óheilbrigð stríðsmenning þar sem nýliðum var til að mynda skipað að skjóta fanga, til að fá blóð á tennurnar.

Þá hafi tíðkast að skilja vopn eftir á fólki sem hafði verið skotið óvopnað, til að komast hjá rannsóknum en alls voru tuttugu og þrjú atvik skráð í skýrslunni sem tuttugu og fimm hermenn komu að.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.