Skýrsla um mögulega stríðsglæpi Ástrala í Afganistan mun reynast þjóðinni þungbær Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2020 10:08 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi í morgun. AP/Lukas Coch Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. Ríkisstjórn Ástralíu undirbýr nú útgáfu skýrslu um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan. Morrison segir að það þyrfti að skoða mikinn fjölda atvika nánar og að framhaldsrannsókn yrði flókin. Forsætisráðherrann varaði Ástrala við því að útgáfa skýrslunnar yrði þjóðinni þungbær og hún innihéldi sögur af óhugnanlegri hegðun hermanna, samkvæmt frétt ABC News frá Ástralíu. Auk þess að skipa sérstakan saksóknara ætlar Morrison að skipa óháða nefnd sem á að fylgjast með því hvernig her Ástralíu bregst við þeim vandamálum sem ljósi verður varpað á í skýrslunni. Báðar yfirlýsingar Morrison þykja til marks um að skýrslan muni innihalda alvarlegar ásakanir gagnvart áströlskum sérsveitarmönnum sem hafa tekið þátt í stríðinu í Afganistan, samkvæmt frétt Guardian. Rannsakandi varnarmálaráðuneytis Ástralíu hefur haft minnst 55 atvik um stríðsglæpi ástralskra hermanna frá 2005 til 2016 til skoðunar. Þar á meðal eru ásakanir um morð og misþyrming gagnvart almennum borgurum. Eitt slíkt mál leit dagsins ljós fyrr á árinu þegar myndband af hermanni skjóta óvopnaðan mann til bana var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu. Annað mál snýr að einum sérsveitarmanninum Benjamin Roberts-Smith, sem var hermaður í SAS sérsveit Ástralíu en hann settist í helgan stein árið 2013. Þá var hann sá hermaður sem hlotið hafði flestar orður í Ástralíu. Aðrir hermenn hafa sakað hann um að misþyrma og jafnvel myrða fanga. Hann hefur þó neitað þeim ásökunum. ABC segir að til greina komi að svipta hermenn orðum vegna mögulegra stríðsglæpa þeirra. Það sé þó enn til skoðunar. Ekki er langt síðan tveir blaðamann ABC áttu yfir höfði sér að vera dæmdir í fangelsi fyrir að nota gögn frá varnarmálaráðuneytinu sem lekið var til þeirra í frétt um ásakanir gegn áströlskum hermönnum. Þær ásakanir sneru meðal annars að því að hermenn hefðu skotið óvopnaða menn og jafnvel börn til bana. Lögreglan gerði húsleit hjá ABC í fyrra en saksóknarar ákváðu á endanum að það væri ekki í hag almennings að sækja blaðamennina til saka. Ástralía Afganistan Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, mun skipa sérstakan saksóknara sem ætlað verður að sækja hermenn til saka vegna ásakana um stríðsglæpi í Afganistan. Ríkisstjórn Ástralíu undirbýr nú útgáfu skýrslu um misferli sérsveitarmanna í stríðinu í Afganistan. Morrison segir að það þyrfti að skoða mikinn fjölda atvika nánar og að framhaldsrannsókn yrði flókin. Forsætisráðherrann varaði Ástrala við því að útgáfa skýrslunnar yrði þjóðinni þungbær og hún innihéldi sögur af óhugnanlegri hegðun hermanna, samkvæmt frétt ABC News frá Ástralíu. Auk þess að skipa sérstakan saksóknara ætlar Morrison að skipa óháða nefnd sem á að fylgjast með því hvernig her Ástralíu bregst við þeim vandamálum sem ljósi verður varpað á í skýrslunni. Báðar yfirlýsingar Morrison þykja til marks um að skýrslan muni innihalda alvarlegar ásakanir gagnvart áströlskum sérsveitarmönnum sem hafa tekið þátt í stríðinu í Afganistan, samkvæmt frétt Guardian. Rannsakandi varnarmálaráðuneytis Ástralíu hefur haft minnst 55 atvik um stríðsglæpi ástralskra hermanna frá 2005 til 2016 til skoðunar. Þar á meðal eru ásakanir um morð og misþyrming gagnvart almennum borgurum. Eitt slíkt mál leit dagsins ljós fyrr á árinu þegar myndband af hermanni skjóta óvopnaðan mann til bana var sýnt í fréttaþættinum Four Corners í Ástralíu. Annað mál snýr að einum sérsveitarmanninum Benjamin Roberts-Smith, sem var hermaður í SAS sérsveit Ástralíu en hann settist í helgan stein árið 2013. Þá var hann sá hermaður sem hlotið hafði flestar orður í Ástralíu. Aðrir hermenn hafa sakað hann um að misþyrma og jafnvel myrða fanga. Hann hefur þó neitað þeim ásökunum. ABC segir að til greina komi að svipta hermenn orðum vegna mögulegra stríðsglæpa þeirra. Það sé þó enn til skoðunar. Ekki er langt síðan tveir blaðamann ABC áttu yfir höfði sér að vera dæmdir í fangelsi fyrir að nota gögn frá varnarmálaráðuneytinu sem lekið var til þeirra í frétt um ásakanir gegn áströlskum hermönnum. Þær ásakanir sneru meðal annars að því að hermenn hefðu skotið óvopnaða menn og jafnvel börn til bana. Lögreglan gerði húsleit hjá ABC í fyrra en saksóknarar ákváðu á endanum að það væri ekki í hag almennings að sækja blaðamennina til saka.
Ástralía Afganistan Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“