Faraldurinn nær nýjum hæðum í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2020 14:09 Bandarískir heilbrigðisstarfsmenn reyna endurlífgunartilraunir á sjúklingi. Þrátt fyrir að dánartíðni vegna Covid-19 hafi lækkað töluvert hafa sífellt fleiri dáið. AP/Jae C. Hong Faraldur nýju kórónuveirunnar náði methæðum í Bandaríkjunum í gær. 3.150 manns dóu og samtals voru fleiri en hundrað þúsund manns á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Rétt rúmlega 200 þúsund greindust smitaðir af Covid-19. Þetta er samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum sem hefur haldið utan um opinberar tölur í Bandaríkjunum. Í heildina hafa 273.847 dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Þó tilfellum hafi fjölgað hratt í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og mánuðum hefur dánartíðni vegna Covid-19 lækkað töluvert. New York Times vísar í tölur frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) um að tíðnin hafi lækkað úr 6,7 prósentum í apríl í 1,9 prósent í september. Þrátt fyrir það hefur dauðsföllum heilt yfir farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Í gær gerðist það í fyrsta sinn að dauðsföll fóru yfir þrjú þúsund. Robert Redfield, forstjóri CDC, varaði í gær við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna og að dauðsföll vestanhafs vegna Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. AP fréttaveitan sagði frá því í morgun að sjúkrahús víðsvegar um Bandaríkin reyni að fá hjúkrunarfræðinga og lækna sem sest hafa í helgan stein til að snúa aftur til starfa. Sömuleiðis hafi verið leitað til nema og starfsmema og boðið þeim mun hærri laun en eðlilegt teljist vegna mikillar manneklu. Innlagnir í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hafi tvöfaldast á undanförnum mánuði og að álag á heilbrigðisstarfsmenn hafi aukist samhliða því. Ríkisstjórar í Wisconsin og Nebraska hafa fellt niður gjöld og annað til að gera hjúkrunarfræðingum auðveldara að snúa aftur til vinnu eftir að hafa sest í helgan stein. Þeir hjúkrunarfræðingar eru að miklu leyti að vinna störf sem setja þau ekki í návígi við sjúklinga með Covid-19 en létta þó undir með þeim hjúkrunarfræðingum sem gera það. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. 3. desember 2020 10:33 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. 2. desember 2020 06:16 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Þetta er samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum sem hefur haldið utan um opinberar tölur í Bandaríkjunum. Í heildina hafa 273.847 dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum. Þó tilfellum hafi fjölgað hratt í Bandaríkjunum á undanförnum vikum og mánuðum hefur dánartíðni vegna Covid-19 lækkað töluvert. New York Times vísar í tölur frá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) um að tíðnin hafi lækkað úr 6,7 prósentum í apríl í 1,9 prósent í september. Þrátt fyrir það hefur dauðsföllum heilt yfir farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Í gær gerðist það í fyrsta sinn að dauðsföll fóru yfir þrjú þúsund. Robert Redfield, forstjóri CDC, varaði í gær við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna og að dauðsföll vestanhafs vegna Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. AP fréttaveitan sagði frá því í morgun að sjúkrahús víðsvegar um Bandaríkin reyni að fá hjúkrunarfræðinga og lækna sem sest hafa í helgan stein til að snúa aftur til starfa. Sömuleiðis hafi verið leitað til nema og starfsmema og boðið þeim mun hærri laun en eðlilegt teljist vegna mikillar manneklu. Innlagnir í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hafi tvöfaldast á undanförnum mánuði og að álag á heilbrigðisstarfsmenn hafi aukist samhliða því. Ríkisstjórar í Wisconsin og Nebraska hafa fellt niður gjöld og annað til að gera hjúkrunarfræðingum auðveldara að snúa aftur til vinnu eftir að hafa sest í helgan stein. Þeir hjúkrunarfræðingar eru að miklu leyti að vinna störf sem setja þau ekki í návígi við sjúklinga með Covid-19 en létta þó undir með þeim hjúkrunarfræðingum sem gera það.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. 3. desember 2020 10:33 Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33 Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. 2. desember 2020 06:16 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu um ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. 3. desember 2020 10:33
Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. 2. desember 2020 23:33
Starfsmenn og íbúar dvalarheimila fremstir í forgangsröðinni Ráðgefandi nefnd við bandarísku sóttvarnastofnunina (CDC) hefur gefið út hvaða forgangsröðun hún vill viðhafa þegar bólusetningar við Covid-19 hefjast vestanhafs. 2. desember 2020 06:16