Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2020 10:33 Ráðstefnan var haldin í miðjum nóvember þrátt fyrir að smitum færi þá fjölgandi í Louisiana. Getty/Chris Graythen 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. Ráðstefnan, sem gengur undir nafninu Naughty in N‘awlins eða „Óþekk í N‘awlins“, er haldin árlega í New Orleans. Í ár sóttu um 250 gestir ráðstefnuna, sem er mun minni fjöldi en í fyrra þegar þeir voru um 2000 talsins. Ákveðið var að halda ráðstefnuna um miðjan nóvember síðastliðinn þrátt fyrir að smitum færi fjölgandi í Louisiana á þeim tíma. Fjallað er um málið á vef Guardian þar sem segir að einn af ráðstefnugestum hafi verið lagður inn á spítala alvarlega veikur með Covid-19. Bob Hannaford, skipuleggjandi ráðstefnunnar, segir að ef hann gæti farið aftur í tímann myndi hann sleppa því að halda ráðstefnuna. „Ég myndi ekki endurtaka þetta ef ég vissi þá það sem ég veit núna. Þetta liggur þungt á mér og mun liggja þungt á mér þar til allir hafa náð sér að fullu,“ skrifar Hannaford í bloggfærslu um málið. Hann segir að þátttakendur á ráðstefnunni hafi verið hvattir til að virða fjarlægðarmörk og að samskiptadagbækur hafi verið haldnar. Þegar farið var að ræða við fólk eftir að smit greindust í tengslum við ráðstefnuna kom í ljós að þátttakendur hefðu passað sig vel fyrstu tvo dagana, aðeins verr þriðja daginn en svo á þeim fjórða, sem jafnframt var síðasti dagurinn, hafi þeir orðið kærulausir. „Fólk sagði „Fuck it, þetta er síðasti dagurinn okkar“ og mörg viðurkenndu að slök viðleitni þeirra [til að virða sóttvarnareglur] á þessu síðasta degi sé líklegast ástæðan fyrir að þau smituðust,“ segir Hannaford. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kynlíf Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Sjá meira
Ráðstefnan, sem gengur undir nafninu Naughty in N‘awlins eða „Óþekk í N‘awlins“, er haldin árlega í New Orleans. Í ár sóttu um 250 gestir ráðstefnuna, sem er mun minni fjöldi en í fyrra þegar þeir voru um 2000 talsins. Ákveðið var að halda ráðstefnuna um miðjan nóvember síðastliðinn þrátt fyrir að smitum færi fjölgandi í Louisiana á þeim tíma. Fjallað er um málið á vef Guardian þar sem segir að einn af ráðstefnugestum hafi verið lagður inn á spítala alvarlega veikur með Covid-19. Bob Hannaford, skipuleggjandi ráðstefnunnar, segir að ef hann gæti farið aftur í tímann myndi hann sleppa því að halda ráðstefnuna. „Ég myndi ekki endurtaka þetta ef ég vissi þá það sem ég veit núna. Þetta liggur þungt á mér og mun liggja þungt á mér þar til allir hafa náð sér að fullu,“ skrifar Hannaford í bloggfærslu um málið. Hann segir að þátttakendur á ráðstefnunni hafi verið hvattir til að virða fjarlægðarmörk og að samskiptadagbækur hafi verið haldnar. Þegar farið var að ræða við fólk eftir að smit greindust í tengslum við ráðstefnuna kom í ljós að þátttakendur hefðu passað sig vel fyrstu tvo dagana, aðeins verr þriðja daginn en svo á þeim fjórða, sem jafnframt var síðasti dagurinn, hafi þeir orðið kærulausir. „Fólk sagði „Fuck it, þetta er síðasti dagurinn okkar“ og mörg viðurkenndu að slök viðleitni þeirra [til að virða sóttvarnareglur] á þessu síðasta degi sé líklegast ástæðan fyrir að þau smituðust,“ segir Hannaford.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kynlíf Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Sjá meira