KR og Fram ætla að áfrýja Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2020 11:45 KR-ingar leita réttar síns en miklir fjármunir gætu verið í húfi vegna sætis í Evrópukeppni. vísir/bára „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. „Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. KR-ingar krefjast þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að setja punkt fyrir aftan keppnistímabilið í fótbolta á Íslandi, verði ógilt. Þeirri kröfu hafnaði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær, eftir að hafa áður vísað málinu frá en þurft að taka málið til efnislegrar meðferðar eftir dóm áfrýjunardómstóls KSÍ. KR ætlar nú að fara með málið að nýju til áfrýjunardómstóls sem þá mun taka málið til efnislegrar meðferðar. „Við erum búin að taka ákvörðun um að áfrýja. Þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar kom mér svo sem ekkert á óvart að teknu tilliti til fyrri niðurstöðu hennar. Þetta eru sömu dómarar sem sátu í dóminum. Við setjum allt traust okkar á áfrýjunardómstólinn í þessum efnum,“ segir Páll. Segir enn fjóra eða fimm mánuði til stefnu til að klára mótið En hver er óskastaða KR? Hvað ef áfrýjunardómstóllinn úrskurðar KR í vil? „Þá þarf bara að klára mótið. Við þurfum í raun bara að klára það áður en við tilkynnum UEFA hverjir verða fulltrúar Íslands í Evrópukeppninni á næsta ári. Það er því ekki meiri tímapressa á okkur en það að við höfum 4-5 mánuði til þess,“ segir Páll, en KR var í harðri baráttu um Evrópusæti bæði í Pepsi Max-deildinni og Mjólkurbikarnum. Stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna Framarar kærðu þá ákvörðun að Leiknir R. skyldi fara upp úr Lengjudeildinni í Pepsi Max-deildina. Leiknir og Fram voru jöfn að stigum en Leiknir með betri markatölu, en í reglugerð KSÍ frá því í júlí um hvernig mótinu yrði slitið var ekki kveðið á um hvernig lið skyldu raðast yrðu þau jöfn að stigum. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, kvaðst búast við að málinu yrði áfrýjað: „Ég er nokkuð viss um það,“ sagði Ásgrímur. „Það kom mér náttúrulega á óvart að þetta færi svona. Ég stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna. Ég var þó ánægður með að þetta fengi efnislega meðferð.“ KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
„Við teljum að við ættum að geta snúið þessu við fyrir æðri dómstól,“ segir Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, eftir að aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði kröfum KR og Fram. KR-ingar krefjast þess að ákvörðun stjórnar KSÍ frá 30. október, um að setja punkt fyrir aftan keppnistímabilið í fótbolta á Íslandi, verði ógilt. Þeirri kröfu hafnaði aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í gær, eftir að hafa áður vísað málinu frá en þurft að taka málið til efnislegrar meðferðar eftir dóm áfrýjunardómstóls KSÍ. KR ætlar nú að fara með málið að nýju til áfrýjunardómstóls sem þá mun taka málið til efnislegrar meðferðar. „Við erum búin að taka ákvörðun um að áfrýja. Þessi niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar kom mér svo sem ekkert á óvart að teknu tilliti til fyrri niðurstöðu hennar. Þetta eru sömu dómarar sem sátu í dóminum. Við setjum allt traust okkar á áfrýjunardómstólinn í þessum efnum,“ segir Páll. Segir enn fjóra eða fimm mánuði til stefnu til að klára mótið En hver er óskastaða KR? Hvað ef áfrýjunardómstóllinn úrskurðar KR í vil? „Þá þarf bara að klára mótið. Við þurfum í raun bara að klára það áður en við tilkynnum UEFA hverjir verða fulltrúar Íslands í Evrópukeppninni á næsta ári. Það er því ekki meiri tímapressa á okkur en það að við höfum 4-5 mánuði til þess,“ segir Páll, en KR var í harðri baráttu um Evrópusæti bæði í Pepsi Max-deildinni og Mjólkurbikarnum. Stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna Framarar kærðu þá ákvörðun að Leiknir R. skyldi fara upp úr Lengjudeildinni í Pepsi Max-deildina. Leiknir og Fram voru jöfn að stigum en Leiknir með betri markatölu, en í reglugerð KSÍ frá því í júlí um hvernig mótinu yrði slitið var ekki kveðið á um hvernig lið skyldu raðast yrðu þau jöfn að stigum. Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, kvaðst búast við að málinu yrði áfrýjað: „Ég er nokkuð viss um það,“ sagði Ásgrímur. „Það kom mér náttúrulega á óvart að þetta færi svona. Ég stend í þeirri trú að þeim hafi ekki verið heimilt að nota markaregluna. Ég var þó ánægður með að þetta fengi efnislega meðferð.“
KSÍ KR Fram Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Tengdar fréttir Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54 Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23 Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01 Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03 KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30 Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Nefndin hafnaði kröfum KR og Fram Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú tekið mál KR og Fram gegn stjórn KSÍ til efnislegrar meðferðar og hafnað kröfum félaganna. Þau hafa þrjá daga til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ. 25. nóvember 2020 12:54
Mál KR og Fram skulu fá efnislega meðferð Úrskurður aga- og úrskurðarnefndar KSÍ felldur úr gildi af áfrýjunardómstól KSÍ. 20. nóvember 2020 17:23
Getur stjórn KSÍ bannað KR að taka þátt? Formaður knattspyrnudeildar KR segir að ekki sé hægt að treysta því að í stjórn KSÍ sitji ávallt svo skynsamt og gott fólk að ekki þurfi að vera mögulegt að véfengja ákvarðanir hennar. 19. nóvember 2020 14:01
Málum KR og Fram gegn stjórn KSÍ vísað frá Aga- og úrskurðanefnd KSÍ hefur vísað frá málum KR og Fram sem kærðu stjórn KSÍ vegna ákvarðana varðandi lok Íslandsmótsins í fótbolta. 16. nóvember 2020 12:03
KR-ingar telja ákvörðun KSÍ ekki standast lög sambandsins: „Stjórnin getur ekki einhliða breytt lögum“ Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ræddi við Gaupa í Sportpakka Stöðvar 2 um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að enda Íslandsmótið í knattspyrnu. Ætlar KR að áfrýja málinu til áfrýjunadómstóls KSÍ. 1. nóvember 2020 19:30