Veður

Kröpp lægð á leiðinni „með til­heyrandi snúningum í veðri“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Fyrsti snjórinn fellur í Reykjavík á gangandi vegfarenda með barnakerru við Sæbraut
Fyrsti snjórinn fellur í Reykjavík á gangandi vegfarenda með barnakerru við Sæbraut Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Nú í morgunsárið er spáð fremur hægum vindi og úrkomulitlu veðri en í dag gengur svo „nokkuð kröpp lægð austur fyrir land með tilheyrandi snúningum í veðri,“ eins og segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar kemur fram að það gangi í norðaustan- og norðan átta til fimmtán metra á sekúndu með rigningu eða snjókomu sunnan- og suðaustanlands fyrir hádegi og síðdegis um landið norðanvert. Hiti verður um og yfir frostmarki.

„Um og eftir hádegi hvessir við suðurströndina, og má búast við skammvinnu hvassviðri eða stormi undir Eyjafjöllum og í Öræfum.

Í kvöld og nótt gengur í norðvestan 15-23 m/s austantil á landinu, og þá dregur úr úrkomu sunnanlands.

Minnkandi norðlæg átt og áfram rigning eða snjókoma um landið norðanvert á morgun, en þurrt að kalla sunnan heiða. Norðan gola eða kaldi og úrkomuminna síðdegis,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu:

Suðlæg átt, 5-10 m/s og úrkomulítið. Gengur í norðaustan og norðan 8-15 með rigningu eða snjókomu S- og SA-lands fyrir hádegi, og síðdegis um landið N-vert. Hiti um og yfir frostmarki.

Hvessir um tíma við S-ströndina eftir hádegi. Gengur í norðvestan 15-23 A-til í kvöld og nótt, og dregur úr úrkomu S-lands.

Minnkandi norðlæg átt og áfram rigning eða snjókoma um landið N-vert á morgun, en þurrt að kalla sunnan heiða. Norðan 5-13 og úrkomuminna síðdegis.

Á laugardag:

Norðan og norðvestan 13-20 m/s og snjókoma eða rigning um landið N- og A-vert, annars hægari og úrkomulítið. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu með deginum. Hiti um og yfir frostmarki.

Á sunnudag:

Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en stöku él um landið S-vert. Frost 0 til 6 stig.

Á mánudag: Gengur í norðaustan 8-15 með dálítilli snjókomu eða slyddu á N- og A-landi, en þurru veðri SV- og V-lands. Hiti um og undir frostmarki, en 1 til 6 stig við S-ströndina.

Á þriðjudag:

Minnkandi norðaustlæg átt og dálítil él um landið N- og A-vert, annars úrkomulítið. Heldur kólnandi.

Á miðvikudag:

Vestlæg eða breytileg átt og víða bjart veður. Frost 2 til 10 stig.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×