Óttast áhrif fækkunar í herliði Bandaríkjamanna Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2020 13:53 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir mögulegt að kostnaðurinn við að kalla herliðið heim of snemma kunni að verða mjög mikill. Getty Háttsettir þingmenn Repúblikana á Bandaríkjaþingi og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalandsins hafa lýst yfir áhyggjum af ákvörðun stjórnar Donalds Trump, fráfarandi Bandríkjaforseta, að fækka í herliði Bandaríkjamanna í bæði í Írak og Afganistan. Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að til standi að fækka í herliði Bandaríkjahers í Írak og Afganistan um 2.500 fyrir miðjan janúarmánuð. Trump mun hætta í embætti þann 20. janúar. Trump hefur lengi kallað eftir því að bandarískt herlið í heimshlutanum verði kallað heim og verið gagnrýninn á íhlutun Bandaríkjamanna á erlendri grundu. Kostnaðurinn mikill Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að kostnaðurinn við að kalla herliðið heim of snemma og án þess að stilla saman strengi, kunni að verða „mjög mikill“. Þá sé hætta á að Afganistan kunni aftur að verða vettvangur fyrir alþjóðlega uppreisnarmenn til að skipuleggja árásir sínar. Þá hefur Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagt ákvörðunina vera „mistök“, en McConnell hefur almennt verið hliðhollur Trump og varið stefnu hans. McConnell varaði forsetann jafnframt við að gera grundvallarbreytingar á utanríkis- og varnarmálastefnu landsins áður en hann hyrfi úr embætti. NATO Bandaríkin Írak Afganistan Donald Trump Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Háttsettir þingmenn Repúblikana á Bandaríkjaþingi og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalandsins hafa lýst yfir áhyggjum af ákvörðun stjórnar Donalds Trump, fráfarandi Bandríkjaforseta, að fækka í herliði Bandaríkjamanna í bæði í Írak og Afganistan. Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að til standi að fækka í herliði Bandaríkjahers í Írak og Afganistan um 2.500 fyrir miðjan janúarmánuð. Trump mun hætta í embætti þann 20. janúar. Trump hefur lengi kallað eftir því að bandarískt herlið í heimshlutanum verði kallað heim og verið gagnrýninn á íhlutun Bandaríkjamanna á erlendri grundu. Kostnaðurinn mikill Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir að kostnaðurinn við að kalla herliðið heim of snemma og án þess að stilla saman strengi, kunni að verða „mjög mikill“. Þá sé hætta á að Afganistan kunni aftur að verða vettvangur fyrir alþjóðlega uppreisnarmenn til að skipuleggja árásir sínar. Þá hefur Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, sagt ákvörðunina vera „mistök“, en McConnell hefur almennt verið hliðhollur Trump og varið stefnu hans. McConnell varaði forsetann jafnframt við að gera grundvallarbreytingar á utanríkis- og varnarmálastefnu landsins áður en hann hyrfi úr embætti.
NATO Bandaríkin Írak Afganistan Donald Trump Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira