Liverpool þarf líklega atkvæði frá sex öðrum félögum til að fá titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2020 09:30 Stuðningsmenn Liverpool horfa mögulega fram á það að liðið missi af enska meistaratitlinum vegna kórónuveirunnar. Getty/Alex Livesey Það verður ólíklegra með hverjum deginum sem líður að hléið á ensku úrvalsdeildinni verði bara þrjár vikur og um leið er líklegra að tímabilið verði endanlega flautað af. Þá er það stóra spurningin um hvort að Liverpool liðið verði krýnt Englandsmeistari en Liverpool menn eru með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það mun koma betur í ljós á fimmtudaginn þegar fulltrúar allra tuttugu liða deildarinnar hittast formlega á fundi og fara yfir hvað sé réttast að gera í stöðunni. Þá verður líka ljóst hvað Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að gera með EM í sumar og Evrópukeppnirnar í vor. Verði Evrópumótinu frestað þá gæti skapast pláss í maí og júní til að klára síðustu níu umferðirnar. Stuðningsmenn Liverpool vilja aftur á móti fá að vita hvað þarf til svo að þeir missi af Englandsmeistaratitlinum þrátt fyrir þetta rosalega flotta tímabil. Þeir verða meistarar ef ákveðið verði að klára tímabilið í sumar eða að láta stöðuna í dag vera lokastöðuna. Arsenal - VOID season Man Utd - FINISH season Tottenham - VOID seasonLiverpool will be praying six other clubs vote to complete the current campaign #Coronavirus #PremierLeaguehttps://t.co/k9jhyPzWHU— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 15, 2020 Liðin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni munu þurfa að koma sér saman um framhaldið og þegar kemur að því að ógilda tímabilið þá þarf samkvæmt fréttum frá Englandi tvo þriðjunga atkvæða til að ákveða slíkt. Það þýðir að ef fjórtán félög í deildinni vilja aflýsa og þurrka út tímabilið þá verður það niðurstaðan. Liverpool er svo sannarlega eitt af þeim liðum sem vilja ekki ógilda þetta sögulega tímabil enda liðið með 82 stig og 25 stigum meira en liðið í öðru sæti þegar ellefu leikir eru eftir. Þetta er hins vegar ekki aðeins spurning um meistaratitilinn heldur einnig um sætin í Meistaradeildinni og fall úr deildinni. Það má búast við því að liðin í Meistaradeildarsætunum vilji halda þeim og því ætti að öllu eðlileg félög eins og Manchester City, Leicester City og Chelsea að greiða með því að láta fyrsti 29 umferðirnar gilda sem heilt tímabil. Reyndar er Manchester City spurningarmerki af því að UEFA dæmdi félagið í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en kórónuveiran er líka búin að seinka afgreiðslu áfýjunar í því máli sem gæti dregist fram á næstu leiktíð. City ætti þá að geta verið með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Lið eins og Burnley, Crystal Palace og Sheffield United hafa öll gert betur en búist var við og vilja eflaust láta tímabilið gilda. Með því þá værum við komin með sjö lið sem væru á móti því að ógilda tímabili en eitt af því er Manchester City sem gæti mögulega refsað Liverpool með því að greiða með því að þurrka út tímabilið. Þá má samt ekki gleyma að Manchester United og Wolves væru önnur félög sem hafa verið að gera fína hluta að undanförnu og eru svo sem líkleg til að vilja að minnsta kosti klára tímabilið. Það er aftur á móti önnur saga hvort þau styðji það að láta stöðuna í dag gilda sem lokastöðu. GiveMeSport fór vel yfir hvað gæti legið á bak við ákvörðunartöku hvers liðs í deildinni og má sjá þá samantekt hér. Allt kemur þetta í ljós á fimmtudaginn og þá ætti að vera sett saman einhver raunhæf framtíðarsýn hjá ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira
Það verður ólíklegra með hverjum deginum sem líður að hléið á ensku úrvalsdeildinni verði bara þrjár vikur og um leið er líklegra að tímabilið verði endanlega flautað af. Þá er það stóra spurningin um hvort að Liverpool liðið verði krýnt Englandsmeistari en Liverpool menn eru með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það mun koma betur í ljós á fimmtudaginn þegar fulltrúar allra tuttugu liða deildarinnar hittast formlega á fundi og fara yfir hvað sé réttast að gera í stöðunni. Þá verður líka ljóst hvað Knattspyrnusamband Evrópu ætlar að gera með EM í sumar og Evrópukeppnirnar í vor. Verði Evrópumótinu frestað þá gæti skapast pláss í maí og júní til að klára síðustu níu umferðirnar. Stuðningsmenn Liverpool vilja aftur á móti fá að vita hvað þarf til svo að þeir missi af Englandsmeistaratitlinum þrátt fyrir þetta rosalega flotta tímabil. Þeir verða meistarar ef ákveðið verði að klára tímabilið í sumar eða að láta stöðuna í dag vera lokastöðuna. Arsenal - VOID season Man Utd - FINISH season Tottenham - VOID seasonLiverpool will be praying six other clubs vote to complete the current campaign #Coronavirus #PremierLeaguehttps://t.co/k9jhyPzWHU— GiveMeSport Football (@GMS__Football) March 15, 2020 Liðin tuttugu í ensku úrvalsdeildinni munu þurfa að koma sér saman um framhaldið og þegar kemur að því að ógilda tímabilið þá þarf samkvæmt fréttum frá Englandi tvo þriðjunga atkvæða til að ákveða slíkt. Það þýðir að ef fjórtán félög í deildinni vilja aflýsa og þurrka út tímabilið þá verður það niðurstaðan. Liverpool er svo sannarlega eitt af þeim liðum sem vilja ekki ógilda þetta sögulega tímabil enda liðið með 82 stig og 25 stigum meira en liðið í öðru sæti þegar ellefu leikir eru eftir. Þetta er hins vegar ekki aðeins spurning um meistaratitilinn heldur einnig um sætin í Meistaradeildinni og fall úr deildinni. Það má búast við því að liðin í Meistaradeildarsætunum vilji halda þeim og því ætti að öllu eðlileg félög eins og Manchester City, Leicester City og Chelsea að greiða með því að láta fyrsti 29 umferðirnar gilda sem heilt tímabil. Reyndar er Manchester City spurningarmerki af því að UEFA dæmdi félagið í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni en kórónuveiran er líka búin að seinka afgreiðslu áfýjunar í því máli sem gæti dregist fram á næstu leiktíð. City ætti þá að geta verið með í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Lið eins og Burnley, Crystal Palace og Sheffield United hafa öll gert betur en búist var við og vilja eflaust láta tímabilið gilda. Með því þá værum við komin með sjö lið sem væru á móti því að ógilda tímabili en eitt af því er Manchester City sem gæti mögulega refsað Liverpool með því að greiða með því að þurrka út tímabilið. Þá má samt ekki gleyma að Manchester United og Wolves væru önnur félög sem hafa verið að gera fína hluta að undanförnu og eru svo sem líkleg til að vilja að minnsta kosti klára tímabilið. Það er aftur á móti önnur saga hvort þau styðji það að láta stöðuna í dag gilda sem lokastöðu. GiveMeSport fór vel yfir hvað gæti legið á bak við ákvörðunartöku hvers liðs í deildinni og má sjá þá samantekt hér. Allt kemur þetta í ljós á fimmtudaginn og þá ætti að vera sett saman einhver raunhæf framtíðarsýn hjá ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Aston Villa - Man. City | Bæði lið á þriggja leikja sigurgöngu Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Sjá meira