Stjórnarandstaða Hong Kong hættir á einu bretti Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 10:23 Stjórnarandstöðuþingmenn Hong Kong tilkynntu í morgun að þeir ætluðu allir að segja af sér. AP/Vincent Yu Allir nítján stjórnarandstöðuþingmenn sem eftir eru í Hong Kong ætla að segja af sér í kjölfar þess að yfirvöld eyjunnar ráku fjóra aðra þingmenn af þingi. Ráðmenn í Peking gáfu yfirvöldum í Hong Kong heimild til að víkja þingmönnum úr starfi ef þeir styðji sjálfstæði Hong Kong, neiti að samþykkja fullveldi Kína yfir borginni, ógni þjóðaröryggi eða hvetji utanaðkomandi aðila til að hafa afskipti af málefnum borgarinnar. Fjórir þingmenn, sem höfðu áður kallað eftir því að önnur ríki beittu Kínverja viðskiptaþvingunum, voru reknir einungis nokkrum mínútum eftir að þessar nýju reglur voru samþykktar í Peking í nótt. Því ákváðu hinir að segja af sér. Samkvæmt South China Morning Post segja stjórnarandstöðuþingmennirnir að aðgerðir yfirvalda séu „fáránlegar“ og að lög Hong Kong hafi í raun verið felld niður. Ekki sé lengur hægt að tala um eitt land, tvö kerfi, eins og fyrirkomulagið hefur lengi verið kallað. https://www.scmp.com/news/hong-kong/politics/article/3109330/top-beijing-body-makes-patriotism-mandatory-hong-kong Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Kommúnistaflokkurinn hefur verið sakaður um að brjóta gegn því samkomulagi með kínverskum öryggislögum, sem tóku gildi þann 1. júlí og er ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil og langvarandi mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong vegna málsins á undanförnu ári. Eftir afsagnirnar verða eingöngu þingmenn sem þykja hliðhollir meginlandinu eftir á þingi Hong Kong. Carrie Lam, sem stjórnar í raun Hong Kong með blessun yfirvalda í Peking, sagði fyrr í dag að ekki standi til að halda sérstakar kosningar vegna brottreksturs þingmannanna fjögurra. Það verði haldnar kosningar eftir níu mánuði en þeim hafði verið frestað um ár vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Aðgerðasinninn Joshua Wong handtekinn í Hong Kong Lögregla í Hong Kong hefur handtekið aðgerðasinnann Joshua Wong, sem hefur verið einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum þar í landi. 24. september 2020 08:06 Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. 6. september 2020 16:48 Óttast að lífsýni úr skimunum verði notuð í annarlegum tilgangi Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. 1. september 2020 07:57 Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Allir nítján stjórnarandstöðuþingmenn sem eftir eru í Hong Kong ætla að segja af sér í kjölfar þess að yfirvöld eyjunnar ráku fjóra aðra þingmenn af þingi. Ráðmenn í Peking gáfu yfirvöldum í Hong Kong heimild til að víkja þingmönnum úr starfi ef þeir styðji sjálfstæði Hong Kong, neiti að samþykkja fullveldi Kína yfir borginni, ógni þjóðaröryggi eða hvetji utanaðkomandi aðila til að hafa afskipti af málefnum borgarinnar. Fjórir þingmenn, sem höfðu áður kallað eftir því að önnur ríki beittu Kínverja viðskiptaþvingunum, voru reknir einungis nokkrum mínútum eftir að þessar nýju reglur voru samþykktar í Peking í nótt. Því ákváðu hinir að segja af sér. Samkvæmt South China Morning Post segja stjórnarandstöðuþingmennirnir að aðgerðir yfirvalda séu „fáránlegar“ og að lög Hong Kong hafi í raun verið felld niður. Ekki sé lengur hægt að tala um eitt land, tvö kerfi, eins og fyrirkomulagið hefur lengi verið kallað. https://www.scmp.com/news/hong-kong/politics/article/3109330/top-beijing-body-makes-patriotism-mandatory-hong-kong Hong Kong var yfirráðasvæði Breta um árabil þar til árið 1997. Þá var eyjan færð aftur undir stjórn meginlands Kína en samkvæmt samkomulagi Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi íbúa þar að vera tryggð í minnst 50 ár. Kommúnistaflokkurinn hefur verið sakaður um að brjóta gegn því samkomulagi með kínverskum öryggislögum, sem tóku gildi þann 1. júlí og er ætlað að þagga í öllum gagnrýnisröddum. Umfangsmikil og langvarandi mótmæli hafa staðið yfir í Hong Kong vegna málsins á undanförnu ári. Eftir afsagnirnar verða eingöngu þingmenn sem þykja hliðhollir meginlandinu eftir á þingi Hong Kong. Carrie Lam, sem stjórnar í raun Hong Kong með blessun yfirvalda í Peking, sagði fyrr í dag að ekki standi til að halda sérstakar kosningar vegna brottreksturs þingmannanna fjögurra. Það verði haldnar kosningar eftir níu mánuði en þeim hafði verið frestað um ár vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Stjórnarandstaðan hefur sakað yfirvöld um að nýta sér faraldurinn sem skálkaskjól til að meina fólki að kjósa.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Aðgerðasinninn Joshua Wong handtekinn í Hong Kong Lögregla í Hong Kong hefur handtekið aðgerðasinnann Joshua Wong, sem hefur verið einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum þar í landi. 24. september 2020 08:06 Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. 6. september 2020 16:48 Óttast að lífsýni úr skimunum verði notuð í annarlegum tilgangi Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. 1. september 2020 07:57 Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00 Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Aðgerðasinninn Joshua Wong handtekinn í Hong Kong Lögregla í Hong Kong hefur handtekið aðgerðasinnann Joshua Wong, sem hefur verið einn helsti leiðtogi þeirra sem berjast fyrir lýðræðisumbótum þar í landi. 24. september 2020 08:06
Minnst níutíu mótmælendur handteknir í Hong Kong Minnst níutíu mótmælendur voru handteknir í Hong Kong í dag, sunnudag, eftir að til áttaka kom milli lögreglu og mótmælenda. 6. september 2020 16:48
Óttast að lífsýni úr skimunum verði notuð í annarlegum tilgangi Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. 1. september 2020 07:57
Fjölmiðlamógúll handtekinn í Hong Kong Fjölmiðlamógúllinn Jimmy Lai, sem rekur öflugt fjölmiðlaveldi í Hong Kong, var handtekinn í nótt. 10. ágúst 2020 08:00
Bandaríkjamenn beita Lam refsiaðgerðum Bandaríska fjármálaráðuneytið sagðist í dag ætla að beita Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnar Hong Kong, og tíu aðra embættismenn í Kína og Hong Kong refsiaðgerðum. 7. ágúst 2020 17:15