Erlent

Óttast að líf­sýni úr skimunum verði notuð í annar­legum til­gangi

Atli Ísleifsson skrifar
Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón.
Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón. AP

Yfirvöld í Hong Kong hafa ákveðið að ráðast í víðtækar skimanir fyrir kórónuveirunni á sjálfsstjórnarsvæðinu og er markmiðið að ná til allra íbúa þess, sem telja 7,5 milljón.

Baráttumenn fyrir auknu lýðræði og meiri sjálfsstjórn frá Kínverjum hafa þó margir hverjir varað við aðgerðunum og jafnvel hvatt fólk til að taka ekki þátt.

Þeir óttast að lífsýni íbúanna verði notuð af kínverskum yfirvöldum í annarlegum tilgangi og til að fylgjast betur með íbúum Hong Kong. Þegar hefur um hálf milljón manna skráð sig í skimunina en um hana sjá heilbrigðisstarfsmenn frá meginlandi Kína.

Til þessa hefur gengið þokkalega vel að verjast veirunni í Hong Kong en þar hafa um fimm þúsund smit verið staðfest.

Yfirvöld í Hong Kong fordæma allar ásakanir um að annarleg sjónarmið búi að baki skimuninni, hún sé aðeins í læknisfræðilegum tilgangi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.