Erlent

Ekkert neyðar­frum­varp um minkana

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kórónuveirusmit hafa komið upp í minkabúum víða um Danmörku. Vísindamenn hafa áhyggjur af stökkbreytingu veirunnar í minkum.
Kórónuveirusmit hafa komið upp í minkabúum víða um Danmörku. Vísindamenn hafa áhyggjur af stökkbreytingu veirunnar í minkum. Ole Jensen/Getty

Ríkisstjórn Danmerkur hætti í dag við að leggja fram neyðarfrumvarp, sem fengi skjótari meðferð á þingi, um að drepa alla minka í landinu eftir að stökkbreytt afbrigði kórónuveiru greindist í dýrunum. 

Til þess þurfti stuðning þriggja af hverjum fjórum þingmönnum og það fékkst ekki. Því þarf málið að fara í hefðbundið ferli innan þingsins. 

Stjórnarandstöðuleiðtogar hafa lýst efasemdum um að nauðsynlegt sé að drepa alla minka vegna málsins og þar með útrýma heilli atvinnugrein.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×