Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2020 09:55 Mikael og Elma Stefanía við Burgtheater hvar Elma starfar. Fólkið í hinni afar friðsömu og fögru Vínarborg er í áfalli eftir skotárásina í gærkvöldi. Mikael og Elma búa ásamt tveimur dætrum steinsnar frá vettvangi atburðanna. aðsend „Við búum hérna í miðbænum þannig að við erum tiltölulega nálægt atburðum gærkvöldsins. Kannski í um kílómetra fjarlægð eða einni lestarstöð. Við heyrðum í sírenum og þyrlum fram eftir kvöldi,“ segir Mikael Torfason rithöfundur í samtali við Vísi nú í morgun. Mikael er búsettur í Vínarborg, ásamt eiginkonu sinni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu og tveimur dætrum. Hann segir borgarbúum afar brugðið, þeir séu reyndar í áfalli en ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir skotárásina í gær. „Jú, okkur og borgarbúum er mjög brugðið. Hér er allt frekar lamað. Okkur hafa borist skilaboð frá stjórnvöldum og skólayfirvöldum að halda börnunum heima ef þess er nokkur kostur. Hér er mikill viðbúnaður.“ Mikael segir það undirstrika voða verknaðarins að Vín sé þekkt fyrir það að vera sérlega friðsæl borg og kemst einatt á lista yfir þær borgir sem teljast fjölskylduvænastar og öruggastar að búa í. „Við bjuggum í Berlín áður sem er stórborg, Vín er lítil og sæt þannig að þetta er verulegt sjokk fyrir okkur og aðra borgarbúa. Vín hefur seinni ár staðið langt utan vettvangs heimsátakanna.“ Sláandi að brjálæðingur með vélbyssu fari um skjótandi í Vín af öllum stöðum Eins og fram hefur komið í fréttum hóf hryðjuverkamaðurinn skothríð sína í kringum átta leitið í gærkvöldi og var svo felldur. „Nú virðist sem hann hafi verið einn á ferð en fór hratt yfir, samkvæmt fréttum. Hann réðst að einhverjum bar, en lögreglan náði honum tiltölulega snemma. Hann mun vera tengdur öðrum Isismönnum.“ Mikael segir það vitaskuld svo að allir fjölmiðlar í Austurríki séu undirlagðir af fréttum af viðburðinum, enda sláandi að um borgina fari einhver brjálæðingur með vélbyssu um borgina á stöðum sem eru vel þekktir hér í borg. „Já, Graben meðal annars, einni helstu verslunargötu borgarinnar sem auðvitað allir þekkja. Og flestir sem hafa komið til Vínar. Þetta heitir 1. hverfið. Fjórir látnir, tveir karlmenn og tvær konur og margir á spítala.“ Árásarmaðurinn fæddur í Vín Mikael segir að í þarlendum fjölmiðlum hafi komið fram að maðurinn hafi verið einn á ferð þó hann tengist hópi annarra sem vildu ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi. „Þetta tengist allt því. Florian Klenk, sem er ritstjóri Falter, sem er hin austurríska Stund, telst vera virtur en umdeildur blaðamaður hér, segir að hryðjuverkamaðurinn hafi verið tvítugur og fæddur í Vín. Af albönskum ættum með norður-makedónískt vegabréf. Hann er sem sagt með tvöfaldan ríkisborgararétt. Foreldrar hans eru ekki mjög trúuð en hann var á radar yfirvalda hér vegna tengsla við aðra islamista sem vildu til Sýrlands til að berjast með Isis,“ segir Mikael. En svo hefur morguninn farið í rifrildi á twittersíðu blaðamannsins um hvort rétt hafi verið að birta þær upplýsingar eða ekki. Klenk stendur í ströngu við að útskýra fyrir fólki að það sé nákvæmlega svona sem samfélagsmiðlar og þá fjölmiðlar virki. Austurríki Hryðjuverk í Vín Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
„Við búum hérna í miðbænum þannig að við erum tiltölulega nálægt atburðum gærkvöldsins. Kannski í um kílómetra fjarlægð eða einni lestarstöð. Við heyrðum í sírenum og þyrlum fram eftir kvöldi,“ segir Mikael Torfason rithöfundur í samtali við Vísi nú í morgun. Mikael er búsettur í Vínarborg, ásamt eiginkonu sinni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu og tveimur dætrum. Hann segir borgarbúum afar brugðið, þeir séu reyndar í áfalli en ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir skotárásina í gær. „Jú, okkur og borgarbúum er mjög brugðið. Hér er allt frekar lamað. Okkur hafa borist skilaboð frá stjórnvöldum og skólayfirvöldum að halda börnunum heima ef þess er nokkur kostur. Hér er mikill viðbúnaður.“ Mikael segir það undirstrika voða verknaðarins að Vín sé þekkt fyrir það að vera sérlega friðsæl borg og kemst einatt á lista yfir þær borgir sem teljast fjölskylduvænastar og öruggastar að búa í. „Við bjuggum í Berlín áður sem er stórborg, Vín er lítil og sæt þannig að þetta er verulegt sjokk fyrir okkur og aðra borgarbúa. Vín hefur seinni ár staðið langt utan vettvangs heimsátakanna.“ Sláandi að brjálæðingur með vélbyssu fari um skjótandi í Vín af öllum stöðum Eins og fram hefur komið í fréttum hóf hryðjuverkamaðurinn skothríð sína í kringum átta leitið í gærkvöldi og var svo felldur. „Nú virðist sem hann hafi verið einn á ferð en fór hratt yfir, samkvæmt fréttum. Hann réðst að einhverjum bar, en lögreglan náði honum tiltölulega snemma. Hann mun vera tengdur öðrum Isismönnum.“ Mikael segir það vitaskuld svo að allir fjölmiðlar í Austurríki séu undirlagðir af fréttum af viðburðinum, enda sláandi að um borgina fari einhver brjálæðingur með vélbyssu um borgina á stöðum sem eru vel þekktir hér í borg. „Já, Graben meðal annars, einni helstu verslunargötu borgarinnar sem auðvitað allir þekkja. Og flestir sem hafa komið til Vínar. Þetta heitir 1. hverfið. Fjórir látnir, tveir karlmenn og tvær konur og margir á spítala.“ Árásarmaðurinn fæddur í Vín Mikael segir að í þarlendum fjölmiðlum hafi komið fram að maðurinn hafi verið einn á ferð þó hann tengist hópi annarra sem vildu ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi. „Þetta tengist allt því. Florian Klenk, sem er ritstjóri Falter, sem er hin austurríska Stund, telst vera virtur en umdeildur blaðamaður hér, segir að hryðjuverkamaðurinn hafi verið tvítugur og fæddur í Vín. Af albönskum ættum með norður-makedónískt vegabréf. Hann er sem sagt með tvöfaldan ríkisborgararétt. Foreldrar hans eru ekki mjög trúuð en hann var á radar yfirvalda hér vegna tengsla við aðra islamista sem vildu til Sýrlands til að berjast með Isis,“ segir Mikael. En svo hefur morguninn farið í rifrildi á twittersíðu blaðamannsins um hvort rétt hafi verið að birta þær upplýsingar eða ekki. Klenk stendur í ströngu við að útskýra fyrir fólki að það sé nákvæmlega svona sem samfélagsmiðlar og þá fjölmiðlar virki.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35
Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07