Erlent

Handtekinn grunaður um árásina í Lyon

Sylvía Hall skrifar
Lögregla rannsakaði vettvang í kvöld.
Lögregla rannsakaði vettvang í kvöld. AP/Laurent Ciprian

Einn er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa skotið prest í frönsku borginni Lyon í dag. Presturinn hlaut lífshættulega áverka en árásarmaðurinn skaut hann tvívegis í kviðinn. Breska ríkisútvarpið greinir frá. 

Árásin átti sér stað klukkan fjögur í dag að staðartíma. Árásarmaðurinn flúði vettvang og lokaði lögregla svæðinu í leit sinni að manninum. Þá var almenningur hvattur til þess að halda sig fjarri.

Einn var handtekinn í kvöld, grunaður um verknaðinn. Er hann sagður líkjast þeim manni sem vitni lýstu við lögreglu.

Lögregla rannsakar nú árásina sem morðtilraun en árásarmaðurinn notaðist við afsagaða haglabyssu.


Tengdar fréttir

Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan

Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×