Leita árásarmanns í Lyon eftir að prestur var skotinn Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 17:36 Viðbragðsaðilar hafa lokað vettvanginn af og lögregla leitar árásarmannsins. AP/Laurent Cipriani Prestur í Lyon í Frakklandi er sagður í lífshættulegu ástandi eftir að hafa verið skotinn tvisvar í kviðinn. Árásin átti sér stað um klukkan fjögur að staðartíma í dag. Sky News greinir frá. Talið er að árásarmaðurinn hafi verið einn á ferð og notast við veiðiriffil. Lögregla leitar nú árásarmannsins en presturinn var að loka kirkjunni síðdegis þegar árásarmaðurinn hleypti af byssunni. Svæðinu í kring hefur verið lokað og hefur lögregla beðið almenning um að halda sig fjarri. 🔴 #Lyon : un homme blessé par balle rue St-Lazare dans le 7e arrondissement, dans des circonstances encore obscures. Le tireur serait en fuite. Le secteur actuellement bouclé par les #policiers @lyonmag pic.twitter.com/8RUoFFXDNi— Julien Damboise (@JDANDOU) October 31, 2020 Þetta er fjórða árásin í Frakklandi í þessum mánuði sem vekur mikinn óhug í Frakklandi. Í gær létust þrír í áras við Notre Dame kirkjuna í miðborg Nice og skömmu síðar skaut lögregla mann til bana í frönsku borginni Avignon eftir að hann hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. Fyrsta árásin átti sér stað um miðjan októbermánuð þegar franskur kennari myrtur og afhöfðaður í úthverfi Parísar. Hann hafði sýnt myndir af spámanninum Múhameð í kennslustund. Eftir árásina í Nice voru þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagðist ætla að tvöfalda þann fjölda hermanna sem sinnir öryggisgæslu innan landamæranna, úr 3.000 í 7.000. „Við verðum í viðbragðsstöðu og munum standa vörð um öll bænahús, sérstaklega kirkjur svo allraheilagramessa geti farið fram. Þá munum við einnig vera í viðbragðsstöðu við skóla,“ sagði Macron. Frakkland Tengdar fréttir Maður handtekinn í tengslum við árásina í Nice Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 47 ára karlmann vegna gruns um að tengjast hryðjuverkaárásinni í Nice í gær. Er hinn handtekni grunaður um að hafa aðstoðað árásarmanninn við undirbúning árásarinnar. 30. október 2020 08:52 Árásarmaðurinn kom frá Túnis fyrir nokkrum dögum Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. 29. október 2020 23:31 Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Prestur í Lyon í Frakklandi er sagður í lífshættulegu ástandi eftir að hafa verið skotinn tvisvar í kviðinn. Árásin átti sér stað um klukkan fjögur að staðartíma í dag. Sky News greinir frá. Talið er að árásarmaðurinn hafi verið einn á ferð og notast við veiðiriffil. Lögregla leitar nú árásarmannsins en presturinn var að loka kirkjunni síðdegis þegar árásarmaðurinn hleypti af byssunni. Svæðinu í kring hefur verið lokað og hefur lögregla beðið almenning um að halda sig fjarri. 🔴 #Lyon : un homme blessé par balle rue St-Lazare dans le 7e arrondissement, dans des circonstances encore obscures. Le tireur serait en fuite. Le secteur actuellement bouclé par les #policiers @lyonmag pic.twitter.com/8RUoFFXDNi— Julien Damboise (@JDANDOU) October 31, 2020 Þetta er fjórða árásin í Frakklandi í þessum mánuði sem vekur mikinn óhug í Frakklandi. Í gær létust þrír í áras við Notre Dame kirkjuna í miðborg Nice og skömmu síðar skaut lögregla mann til bana í frönsku borginni Avignon eftir að hann hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. Fyrsta árásin átti sér stað um miðjan októbermánuð þegar franskur kennari myrtur og afhöfðaður í úthverfi Parísar. Hann hafði sýnt myndir af spámanninum Múhameð í kennslustund. Eftir árásina í Nice voru þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagðist ætla að tvöfalda þann fjölda hermanna sem sinnir öryggisgæslu innan landamæranna, úr 3.000 í 7.000. „Við verðum í viðbragðsstöðu og munum standa vörð um öll bænahús, sérstaklega kirkjur svo allraheilagramessa geti farið fram. Þá munum við einnig vera í viðbragðsstöðu við skóla,“ sagði Macron.
Frakkland Tengdar fréttir Maður handtekinn í tengslum við árásina í Nice Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 47 ára karlmann vegna gruns um að tengjast hryðjuverkaárásinni í Nice í gær. Er hinn handtekni grunaður um að hafa aðstoðað árásarmanninn við undirbúning árásarinnar. 30. október 2020 08:52 Árásarmaðurinn kom frá Túnis fyrir nokkrum dögum Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. 29. október 2020 23:31 Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Maður handtekinn í tengslum við árásina í Nice Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 47 ára karlmann vegna gruns um að tengjast hryðjuverkaárásinni í Nice í gær. Er hinn handtekni grunaður um að hafa aðstoðað árásarmanninn við undirbúning árásarinnar. 30. október 2020 08:52
Árásarmaðurinn kom frá Túnis fyrir nokkrum dögum Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. 29. október 2020 23:31
Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30