Leita árásarmanns í Lyon eftir að prestur var skotinn Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 17:36 Viðbragðsaðilar hafa lokað vettvanginn af og lögregla leitar árásarmannsins. AP/Laurent Cipriani Prestur í Lyon í Frakklandi er sagður í lífshættulegu ástandi eftir að hafa verið skotinn tvisvar í kviðinn. Árásin átti sér stað um klukkan fjögur að staðartíma í dag. Sky News greinir frá. Talið er að árásarmaðurinn hafi verið einn á ferð og notast við veiðiriffil. Lögregla leitar nú árásarmannsins en presturinn var að loka kirkjunni síðdegis þegar árásarmaðurinn hleypti af byssunni. Svæðinu í kring hefur verið lokað og hefur lögregla beðið almenning um að halda sig fjarri. 🔴 #Lyon : un homme blessé par balle rue St-Lazare dans le 7e arrondissement, dans des circonstances encore obscures. Le tireur serait en fuite. Le secteur actuellement bouclé par les #policiers @lyonmag pic.twitter.com/8RUoFFXDNi— Julien Damboise (@JDANDOU) October 31, 2020 Þetta er fjórða árásin í Frakklandi í þessum mánuði sem vekur mikinn óhug í Frakklandi. Í gær létust þrír í áras við Notre Dame kirkjuna í miðborg Nice og skömmu síðar skaut lögregla mann til bana í frönsku borginni Avignon eftir að hann hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. Fyrsta árásin átti sér stað um miðjan októbermánuð þegar franskur kennari myrtur og afhöfðaður í úthverfi Parísar. Hann hafði sýnt myndir af spámanninum Múhameð í kennslustund. Eftir árásina í Nice voru þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagðist ætla að tvöfalda þann fjölda hermanna sem sinnir öryggisgæslu innan landamæranna, úr 3.000 í 7.000. „Við verðum í viðbragðsstöðu og munum standa vörð um öll bænahús, sérstaklega kirkjur svo allraheilagramessa geti farið fram. Þá munum við einnig vera í viðbragðsstöðu við skóla,“ sagði Macron. Frakkland Tengdar fréttir Maður handtekinn í tengslum við árásina í Nice Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 47 ára karlmann vegna gruns um að tengjast hryðjuverkaárásinni í Nice í gær. Er hinn handtekni grunaður um að hafa aðstoðað árásarmanninn við undirbúning árásarinnar. 30. október 2020 08:52 Árásarmaðurinn kom frá Túnis fyrir nokkrum dögum Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. 29. október 2020 23:31 Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Prestur í Lyon í Frakklandi er sagður í lífshættulegu ástandi eftir að hafa verið skotinn tvisvar í kviðinn. Árásin átti sér stað um klukkan fjögur að staðartíma í dag. Sky News greinir frá. Talið er að árásarmaðurinn hafi verið einn á ferð og notast við veiðiriffil. Lögregla leitar nú árásarmannsins en presturinn var að loka kirkjunni síðdegis þegar árásarmaðurinn hleypti af byssunni. Svæðinu í kring hefur verið lokað og hefur lögregla beðið almenning um að halda sig fjarri. 🔴 #Lyon : un homme blessé par balle rue St-Lazare dans le 7e arrondissement, dans des circonstances encore obscures. Le tireur serait en fuite. Le secteur actuellement bouclé par les #policiers @lyonmag pic.twitter.com/8RUoFFXDNi— Julien Damboise (@JDANDOU) October 31, 2020 Þetta er fjórða árásin í Frakklandi í þessum mánuði sem vekur mikinn óhug í Frakklandi. Í gær létust þrír í áras við Notre Dame kirkjuna í miðborg Nice og skömmu síðar skaut lögregla mann til bana í frönsku borginni Avignon eftir að hann hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. Fyrsta árásin átti sér stað um miðjan októbermánuð þegar franskur kennari myrtur og afhöfðaður í úthverfi Parísar. Hann hafði sýnt myndir af spámanninum Múhameð í kennslustund. Eftir árásina í Nice voru þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagðist ætla að tvöfalda þann fjölda hermanna sem sinnir öryggisgæslu innan landamæranna, úr 3.000 í 7.000. „Við verðum í viðbragðsstöðu og munum standa vörð um öll bænahús, sérstaklega kirkjur svo allraheilagramessa geti farið fram. Þá munum við einnig vera í viðbragðsstöðu við skóla,“ sagði Macron.
Frakkland Tengdar fréttir Maður handtekinn í tengslum við árásina í Nice Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 47 ára karlmann vegna gruns um að tengjast hryðjuverkaárásinni í Nice í gær. Er hinn handtekni grunaður um að hafa aðstoðað árásarmanninn við undirbúning árásarinnar. 30. október 2020 08:52 Árásarmaðurinn kom frá Túnis fyrir nokkrum dögum Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. 29. október 2020 23:31 Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Maður handtekinn í tengslum við árásina í Nice Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 47 ára karlmann vegna gruns um að tengjast hryðjuverkaárásinni í Nice í gær. Er hinn handtekni grunaður um að hafa aðstoðað árásarmanninn við undirbúning árásarinnar. 30. október 2020 08:52
Árásarmaðurinn kom frá Túnis fyrir nokkrum dögum Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. 29. október 2020 23:31
Tyrkir í hart vegna skopmyndar af Erdogan Tyrklandsstjórn ætlar að grípa til bæði lagalegra og diplómatískra aðgerða vegna nýrrar skopmyndar franska blaðsins Charlie Hebdo af Recep Tayyip Erdogan forseta. 28. október 2020 12:30