Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 22:30 Páll Kristjánsson er formaður knattspyrnudeildar KR. Vísir/Baldur Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur Knattspyrnusamband Íslands ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. Fyrr í kvöld tilkynnti KSÍ að Íslandsmóti karla og kvenna yrði hætt. Þá yrði bikarkeppnin ekki kláruð. Páll, sem er hæstaréttarlögmaður, er mjög ósáttur við ákvörðun KSÍ og telur sambandið ekki hafa haft heimild til að setja þá reglugerð sem á endanum var miðað við. „Ég var í flugi frá Akureyri þegar tilkynningin kom og því með svona 500 ósvöruð símtöl þegar ég lenti,“ sagði Páll þegar Vísir heyrði í honum og hélt svo áfram. „Þessi ákvörðun kom mér verulega á óvart þar sem ég ræddi við KSÍ í dag og gerði þeim ljóst að við teldum ekki að stjórnin hefði heimild til að taka þessa ákvörðun. Reglugerðin væri einfaldlega ekki í samræmi við lög knattspyrnusambandsins. Því teljum við einfaldlega að þessi ákvörðun standist ekki skoðun, allavega að okkar mati,“ sagði Páll enn fremur. Þar á hann við þá reglugerð sem KSÍ setti um að mótinu yrði að vera lokið fyrir 1. desember. í sömu reglugerð kom fram að ef það væri búið að leika tvo þriðju hluta mótsins [2/3] þá mætti hætta leik. Páll vill meina að KSÍ hafi hlaupið á sig með því að setja reglugerð þess efnis að mótin yrði að klára fyrir 1. desember á þessu ári. „Ég hef sagt það áður að þetta sé vandamál sem KSÍ skapaði sér sjálft með þessu 1. desember viðmiði sínu. Við erum þar af leiðandi búin að setja óþarfa pressu á stjórnvöld að það verði að klára mótin fyrir ákveðinn tíma. Fyrir mér er algjörlega óskiljanlegt af hverju þessi 1. desember dagsetning varð jafn heilög og raun ber vitni.“ „Þarna ratar einhver dagsetning inn í reglur án þess að neinn í stjórn KSÍ geti svarað fyrir það,“ sagði Páll jafnframt. „Við mundum funda í fyrramálið og ákveða hver næstu skref okkar KR-inga verða. Þetta er eflaust ekki það síðasta sem gerist í þessu máli,“ sagði Páll um framhaldið. Kvennalið KR situr á botni Pepsi Max deildar kvenna og er þar af leiðandi fallið. Liðið á hins vegar fjóra leiki eftir í deildinni á meðan önnur lið eiga flest aðeins tvo leiki eftir. Þá á karlalið KR inni leik gegn Stjörnunni og myndi hann vinnast væri ljóst að KR kæmist í Evrópukeppni. Miðað við ákvörðun KSÍ er ljóst að svo verður ekki. Páll viðurkenndi að þetta væri mikið áfall fyrir KR, sem og íslenska knattspyrnu. Þá telur hann að það sé verið að gengisfella bikarkeppni KSÍ. „Ég skil ekki hvaða hagsmunir liggja þarna að leiðarljósi. Ég væri til í að sjá hvernig einstaka stjórnarmenn kusu í málinu. Það eru allir þreyttir á ástandinu í þjóðfélaginu en hér tel ég að það sé verið að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Hér er verið að fórna bæði félags- og fjárhagslegum hagsmunum fyrir minni hagsmuni sem eiga ekki að stjórna för,“ sagði Páll að endingu við Vísi nú síðla kvölds. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max-deild kvenna Reykjavík Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur Knattspyrnusamband Íslands ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. Fyrr í kvöld tilkynnti KSÍ að Íslandsmóti karla og kvenna yrði hætt. Þá yrði bikarkeppnin ekki kláruð. Páll, sem er hæstaréttarlögmaður, er mjög ósáttur við ákvörðun KSÍ og telur sambandið ekki hafa haft heimild til að setja þá reglugerð sem á endanum var miðað við. „Ég var í flugi frá Akureyri þegar tilkynningin kom og því með svona 500 ósvöruð símtöl þegar ég lenti,“ sagði Páll þegar Vísir heyrði í honum og hélt svo áfram. „Þessi ákvörðun kom mér verulega á óvart þar sem ég ræddi við KSÍ í dag og gerði þeim ljóst að við teldum ekki að stjórnin hefði heimild til að taka þessa ákvörðun. Reglugerðin væri einfaldlega ekki í samræmi við lög knattspyrnusambandsins. Því teljum við einfaldlega að þessi ákvörðun standist ekki skoðun, allavega að okkar mati,“ sagði Páll enn fremur. Þar á hann við þá reglugerð sem KSÍ setti um að mótinu yrði að vera lokið fyrir 1. desember. í sömu reglugerð kom fram að ef það væri búið að leika tvo þriðju hluta mótsins [2/3] þá mætti hætta leik. Páll vill meina að KSÍ hafi hlaupið á sig með því að setja reglugerð þess efnis að mótin yrði að klára fyrir 1. desember á þessu ári. „Ég hef sagt það áður að þetta sé vandamál sem KSÍ skapaði sér sjálft með þessu 1. desember viðmiði sínu. Við erum þar af leiðandi búin að setja óþarfa pressu á stjórnvöld að það verði að klára mótin fyrir ákveðinn tíma. Fyrir mér er algjörlega óskiljanlegt af hverju þessi 1. desember dagsetning varð jafn heilög og raun ber vitni.“ „Þarna ratar einhver dagsetning inn í reglur án þess að neinn í stjórn KSÍ geti svarað fyrir það,“ sagði Páll jafnframt. „Við mundum funda í fyrramálið og ákveða hver næstu skref okkar KR-inga verða. Þetta er eflaust ekki það síðasta sem gerist í þessu máli,“ sagði Páll um framhaldið. Kvennalið KR situr á botni Pepsi Max deildar kvenna og er þar af leiðandi fallið. Liðið á hins vegar fjóra leiki eftir í deildinni á meðan önnur lið eiga flest aðeins tvo leiki eftir. Þá á karlalið KR inni leik gegn Stjörnunni og myndi hann vinnast væri ljóst að KR kæmist í Evrópukeppni. Miðað við ákvörðun KSÍ er ljóst að svo verður ekki. Páll viðurkenndi að þetta væri mikið áfall fyrir KR, sem og íslenska knattspyrnu. Þá telur hann að það sé verið að gengisfella bikarkeppni KSÍ. „Ég skil ekki hvaða hagsmunir liggja þarna að leiðarljósi. Ég væri til í að sjá hvernig einstaka stjórnarmenn kusu í málinu. Það eru allir þreyttir á ástandinu í þjóðfélaginu en hér tel ég að það sé verið að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Hér er verið að fórna bæði félags- og fjárhagslegum hagsmunum fyrir minni hagsmuni sem eiga ekki að stjórna för,“ sagði Páll að endingu við Vísi nú síðla kvölds.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max-deild kvenna Reykjavík Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Fleiri fréttir Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki