Formaður knattspyrnudeildar KR telur KSÍ ekki hafa haft heimild til að enda mótið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 22:30 Páll Kristjánsson er formaður knattspyrnudeildar KR. Vísir/Baldur Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur Knattspyrnusamband Íslands ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. Fyrr í kvöld tilkynnti KSÍ að Íslandsmóti karla og kvenna yrði hætt. Þá yrði bikarkeppnin ekki kláruð. Páll, sem er hæstaréttarlögmaður, er mjög ósáttur við ákvörðun KSÍ og telur sambandið ekki hafa haft heimild til að setja þá reglugerð sem á endanum var miðað við. „Ég var í flugi frá Akureyri þegar tilkynningin kom og því með svona 500 ósvöruð símtöl þegar ég lenti,“ sagði Páll þegar Vísir heyrði í honum og hélt svo áfram. „Þessi ákvörðun kom mér verulega á óvart þar sem ég ræddi við KSÍ í dag og gerði þeim ljóst að við teldum ekki að stjórnin hefði heimild til að taka þessa ákvörðun. Reglugerðin væri einfaldlega ekki í samræmi við lög knattspyrnusambandsins. Því teljum við einfaldlega að þessi ákvörðun standist ekki skoðun, allavega að okkar mati,“ sagði Páll enn fremur. Þar á hann við þá reglugerð sem KSÍ setti um að mótinu yrði að vera lokið fyrir 1. desember. í sömu reglugerð kom fram að ef það væri búið að leika tvo þriðju hluta mótsins [2/3] þá mætti hætta leik. Páll vill meina að KSÍ hafi hlaupið á sig með því að setja reglugerð þess efnis að mótin yrði að klára fyrir 1. desember á þessu ári. „Ég hef sagt það áður að þetta sé vandamál sem KSÍ skapaði sér sjálft með þessu 1. desember viðmiði sínu. Við erum þar af leiðandi búin að setja óþarfa pressu á stjórnvöld að það verði að klára mótin fyrir ákveðinn tíma. Fyrir mér er algjörlega óskiljanlegt af hverju þessi 1. desember dagsetning varð jafn heilög og raun ber vitni.“ „Þarna ratar einhver dagsetning inn í reglur án þess að neinn í stjórn KSÍ geti svarað fyrir það,“ sagði Páll jafnframt. „Við mundum funda í fyrramálið og ákveða hver næstu skref okkar KR-inga verða. Þetta er eflaust ekki það síðasta sem gerist í þessu máli,“ sagði Páll um framhaldið. Kvennalið KR situr á botni Pepsi Max deildar kvenna og er þar af leiðandi fallið. Liðið á hins vegar fjóra leiki eftir í deildinni á meðan önnur lið eiga flest aðeins tvo leiki eftir. Þá á karlalið KR inni leik gegn Stjörnunni og myndi hann vinnast væri ljóst að KR kæmist í Evrópukeppni. Miðað við ákvörðun KSÍ er ljóst að svo verður ekki. Páll viðurkenndi að þetta væri mikið áfall fyrir KR, sem og íslenska knattspyrnu. Þá telur hann að það sé verið að gengisfella bikarkeppni KSÍ. „Ég skil ekki hvaða hagsmunir liggja þarna að leiðarljósi. Ég væri til í að sjá hvernig einstaka stjórnarmenn kusu í málinu. Það eru allir þreyttir á ástandinu í þjóðfélaginu en hér tel ég að það sé verið að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Hér er verið að fórna bæði félags- og fjárhagslegum hagsmunum fyrir minni hagsmuni sem eiga ekki að stjórna för,“ sagði Páll að endingu við Vísi nú síðla kvölds. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max-deild kvenna Reykjavík Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur Knattspyrnusamband Íslands ekki hafa heimild til að taka þá ákvörðun sem sambandið tók í dag. Það er að enda Íslandsmótið í knattspyrnu sem og bikarkeppnina. Fyrr í kvöld tilkynnti KSÍ að Íslandsmóti karla og kvenna yrði hætt. Þá yrði bikarkeppnin ekki kláruð. Páll, sem er hæstaréttarlögmaður, er mjög ósáttur við ákvörðun KSÍ og telur sambandið ekki hafa haft heimild til að setja þá reglugerð sem á endanum var miðað við. „Ég var í flugi frá Akureyri þegar tilkynningin kom og því með svona 500 ósvöruð símtöl þegar ég lenti,“ sagði Páll þegar Vísir heyrði í honum og hélt svo áfram. „Þessi ákvörðun kom mér verulega á óvart þar sem ég ræddi við KSÍ í dag og gerði þeim ljóst að við teldum ekki að stjórnin hefði heimild til að taka þessa ákvörðun. Reglugerðin væri einfaldlega ekki í samræmi við lög knattspyrnusambandsins. Því teljum við einfaldlega að þessi ákvörðun standist ekki skoðun, allavega að okkar mati,“ sagði Páll enn fremur. Þar á hann við þá reglugerð sem KSÍ setti um að mótinu yrði að vera lokið fyrir 1. desember. í sömu reglugerð kom fram að ef það væri búið að leika tvo þriðju hluta mótsins [2/3] þá mætti hætta leik. Páll vill meina að KSÍ hafi hlaupið á sig með því að setja reglugerð þess efnis að mótin yrði að klára fyrir 1. desember á þessu ári. „Ég hef sagt það áður að þetta sé vandamál sem KSÍ skapaði sér sjálft með þessu 1. desember viðmiði sínu. Við erum þar af leiðandi búin að setja óþarfa pressu á stjórnvöld að það verði að klára mótin fyrir ákveðinn tíma. Fyrir mér er algjörlega óskiljanlegt af hverju þessi 1. desember dagsetning varð jafn heilög og raun ber vitni.“ „Þarna ratar einhver dagsetning inn í reglur án þess að neinn í stjórn KSÍ geti svarað fyrir það,“ sagði Páll jafnframt. „Við mundum funda í fyrramálið og ákveða hver næstu skref okkar KR-inga verða. Þetta er eflaust ekki það síðasta sem gerist í þessu máli,“ sagði Páll um framhaldið. Kvennalið KR situr á botni Pepsi Max deildar kvenna og er þar af leiðandi fallið. Liðið á hins vegar fjóra leiki eftir í deildinni á meðan önnur lið eiga flest aðeins tvo leiki eftir. Þá á karlalið KR inni leik gegn Stjörnunni og myndi hann vinnast væri ljóst að KR kæmist í Evrópukeppni. Miðað við ákvörðun KSÍ er ljóst að svo verður ekki. Páll viðurkenndi að þetta væri mikið áfall fyrir KR, sem og íslenska knattspyrnu. Þá telur hann að það sé verið að gengisfella bikarkeppni KSÍ. „Ég skil ekki hvaða hagsmunir liggja þarna að leiðarljósi. Ég væri til í að sjá hvernig einstaka stjórnarmenn kusu í málinu. Það eru allir þreyttir á ástandinu í þjóðfélaginu en hér tel ég að það sé verið að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Hér er verið að fórna bæði félags- og fjárhagslegum hagsmunum fyrir minni hagsmuni sem eiga ekki að stjórna för,“ sagði Páll að endingu við Vísi nú síðla kvölds.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max-deild kvenna Reykjavík Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Guðni Bergsson segir að sex vikna stopp frá æfingum hafi verið óviðunandi og því hafi KSÍ tekið þá þungbæru ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótum - sem og bikarkeppnum - karla og kvenna í knattspyrnu. 30. október 2020 21:01
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó