Guðni: Staðan var orðin óviðunandi með þessu langa stoppi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 21:01 Guðni segir ákvörðun KSÍ hafa verið þungbæra en ákvörun sem varð að taka. Vísir/Daníel Þór Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, viðurkenndi að hann hefði átt skemmtilegri kvöld þegar Vísir náði loksins í hann í kvöld. Fyrr í dag gaf KSÍ út þá tilkynningu að Íslandsmótum karla og kvenna í knattspyrnu, sem og bikarkeppnum, yrði hætt. „Við funduðum lengi í gær og svo nú í eftirmiðdaginn eftir að reglugerð heilbrigðisyfirvalda var kynnt. Við fórum enn frekar yfir stöðuna en höfum farið vel yfir málin og þekkjum stöðuna því ágætlega. Á endanum var svo tekin samhljóða ákvörðun,“ sagði Guðni við Vísi í kvöld. „Við vorum búin að heyra í fjölmörgum forsvarsmönnum félaga ásamt því að vera í góðu sambandi við ÍTF [Íslenskur Toppfótbolti]. Við vorum búin að heyra sjónarmið og rök frá mörgum aðildarfélaganna. Töldum okkur í raun hafa heyrt öll þau sjónarmið sem þurfti,“ sagði Guðni aðspurður hvort KSÍ hefði verið í virku sambandi við aðildarfélög sambandsins. Varðandi framhaldið „Ég held það sé ekki tímabært að taka þá umræðu. Það þurfti að taka ákvörðun í þessu máli. Við munum sem hreyfing vinna úr þessu í sameiningu. Ég held það átti sig allir á því hvað þetta var erfið ákvörðun fyrir stjórn KSÍ en þetta var ákvörðun sem varð að taka. Við reyndum að horfa til stöðunnar í heild sinni og meta hana eins og við best gátum.“ „Við reyndum að taka ákvörðun sem horfir til heildarhagsmuna fótboltans. Síðan höldum við áfram að vinna úr þessari stöðu.“ „Við erum að horfa fram á sex vikur af þessari stöðvun ef við miðum við reglugerð um bann við skipulagðri íþróttastarfsemi og æfingum. Þessi langa stöðvun hefur auðvitað áhrif. Ef svo verður að það verði losað þann 18. nóvember og lið mega fara æfa á ný þá þurfa leikmenn nokkuð langan tíma til að komast aftur í stand.“ „Á einhverjum tímapunkti þarf að horfa til heilsu og velferðar leikmanna og heildarinnar. Eins mikið og okkur langaði – og stefnum á að – klára Íslandsmótin og bikarkeppnina þá var staðan orðin óviðunandi með þessu langa stoppi,“ sagði Guðni enn frekar um ákvörðun KSÍ og bætti svo við. „Við mátum það svo að það þyrfti að segja þetta gott. Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun sem við á endanum þurftum að taka sem stjórn KSÍ. Maður sem gamall keppnismaður veit hvað menn eru búnir að leggja í þetta, það gerir ákvörðun sem þessa mjög þungbæra,“ sagði formaður KSÍ að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, viðurkenndi að hann hefði átt skemmtilegri kvöld þegar Vísir náði loksins í hann í kvöld. Fyrr í dag gaf KSÍ út þá tilkynningu að Íslandsmótum karla og kvenna í knattspyrnu, sem og bikarkeppnum, yrði hætt. „Við funduðum lengi í gær og svo nú í eftirmiðdaginn eftir að reglugerð heilbrigðisyfirvalda var kynnt. Við fórum enn frekar yfir stöðuna en höfum farið vel yfir málin og þekkjum stöðuna því ágætlega. Á endanum var svo tekin samhljóða ákvörðun,“ sagði Guðni við Vísi í kvöld. „Við vorum búin að heyra í fjölmörgum forsvarsmönnum félaga ásamt því að vera í góðu sambandi við ÍTF [Íslenskur Toppfótbolti]. Við vorum búin að heyra sjónarmið og rök frá mörgum aðildarfélaganna. Töldum okkur í raun hafa heyrt öll þau sjónarmið sem þurfti,“ sagði Guðni aðspurður hvort KSÍ hefði verið í virku sambandi við aðildarfélög sambandsins. Varðandi framhaldið „Ég held það sé ekki tímabært að taka þá umræðu. Það þurfti að taka ákvörðun í þessu máli. Við munum sem hreyfing vinna úr þessu í sameiningu. Ég held það átti sig allir á því hvað þetta var erfið ákvörðun fyrir stjórn KSÍ en þetta var ákvörðun sem varð að taka. Við reyndum að horfa til stöðunnar í heild sinni og meta hana eins og við best gátum.“ „Við reyndum að taka ákvörðun sem horfir til heildarhagsmuna fótboltans. Síðan höldum við áfram að vinna úr þessari stöðu.“ „Við erum að horfa fram á sex vikur af þessari stöðvun ef við miðum við reglugerð um bann við skipulagðri íþróttastarfsemi og æfingum. Þessi langa stöðvun hefur auðvitað áhrif. Ef svo verður að það verði losað þann 18. nóvember og lið mega fara æfa á ný þá þurfa leikmenn nokkuð langan tíma til að komast aftur í stand.“ „Á einhverjum tímapunkti þarf að horfa til heilsu og velferðar leikmanna og heildarinnar. Eins mikið og okkur langaði – og stefnum á að – klára Íslandsmótin og bikarkeppnina þá var staðan orðin óviðunandi með þessu langa stoppi,“ sagði Guðni enn frekar um ákvörðun KSÍ og bætti svo við. „Við mátum það svo að það þyrfti að segja þetta gott. Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun sem við á endanum þurftum að taka sem stjórn KSÍ. Maður sem gamall keppnismaður veit hvað menn eru búnir að leggja í þetta, það gerir ákvörðun sem þessa mjög þungbæra,“ sagði formaður KSÍ að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn KSÍ Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20 Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
„Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. 30. október 2020 19:20
Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48
Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. 30. október 2020 20:15
Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00