Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 20:15 Haukur Páll hefur ærna ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Daníel Þór Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Hann hefði þó viljað eiga möguleika á því að vinna tvöfalt en Valur átti að mæta KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. „Við vorum að klára æfingu þegar við fáum þessar fréttir. Sumir sem höfðu klárað æfingu fyrr og voru farnir á meðan aðrir fóru beint í símann og sáu að mótinu hefði verið hætt. Við þurftum því að fara hringja í menn og fá það aftur út á æfingavöll til að allavega ræða það að við værum Íslandsmeistarar. Það er svo sem lítið hægt að gera á þessum tímum og mjög sérstakt að verða Íslandsmeistari á þennan hátt,“ sagði Haukur Páll við Vísi í kvöld. Er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill Hauks Páls með Val og eflaust sá sem stendur hvað mest upp úr er horft er til baka. Haukur Páll lyftir Íslandsmeistaratitlinum árið 2018.Vísir/Bára „Þetta er náttúrulega algjört einsdæmi, að mótinu sé bara hætt. Ég vil samt meina að við séum verðugir meistarar þrátt fyrir að við hefðum viljað – leikmenn og allir í kringum félagið – klára Íslandsmótið. En það var svo sem ekki í okkar höndum að gera það. Finnst við þó engu að síður verðugir Íslandsmeistarar.“ „Ég get svo sem aðeins talað fyrir sjálfan mig en það sem ég hef heyrt innan Vals þá vildu allir klára mótið. Skil samt vel þann pirring (að mótinu hafi verið hætt) hjá liðum sem áttu möguleika á að fara upp um deild eða bjarga sér frá falli.“ „Klárlega hefðum við viljað klára mótið og eiga möguleika á að vinna Mjólkurbikarinn líka. Við vorum með ágætt forskot í deildinni og það var í okkar höndum að klára Íslandsmótið. Við hefðum getað unnið tvöfalt, við hefðum getað sett stigamet og svo veit ég ekki með markamet en við erum allavega með mjög góða markatölu svo það var margt að keppa að,“ sagði Haukur og ljóst að ef það hefði verið mögulegt hefði hann alltaf viljað klára mót sumarsins. „Þetta er náttúrulega búið að vera stórfurðulegt Íslandsmót. Það byrjar mjög seint, það kemur stopp strax í byrjun móts. Svo kemur annað stopp inn í miðju móti. Menn voru rosalega mikið að æfa sjálfir, mikið um útihlaup og svo vorum við til að mynda mikið í æfingum með styrktarþjálfara í gegnum forritið Zoom. Svo varð náttúrulega að taka ákvörðun, þó svo að við hefðum viljað spila þessa fjóra leiki þá kom annað í veg fyrir það,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistara Vals að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Hann hefði þó viljað eiga möguleika á því að vinna tvöfalt en Valur átti að mæta KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. „Við vorum að klára æfingu þegar við fáum þessar fréttir. Sumir sem höfðu klárað æfingu fyrr og voru farnir á meðan aðrir fóru beint í símann og sáu að mótinu hefði verið hætt. Við þurftum því að fara hringja í menn og fá það aftur út á æfingavöll til að allavega ræða það að við værum Íslandsmeistarar. Það er svo sem lítið hægt að gera á þessum tímum og mjög sérstakt að verða Íslandsmeistari á þennan hátt,“ sagði Haukur Páll við Vísi í kvöld. Er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill Hauks Páls með Val og eflaust sá sem stendur hvað mest upp úr er horft er til baka. Haukur Páll lyftir Íslandsmeistaratitlinum árið 2018.Vísir/Bára „Þetta er náttúrulega algjört einsdæmi, að mótinu sé bara hætt. Ég vil samt meina að við séum verðugir meistarar þrátt fyrir að við hefðum viljað – leikmenn og allir í kringum félagið – klára Íslandsmótið. En það var svo sem ekki í okkar höndum að gera það. Finnst við þó engu að síður verðugir Íslandsmeistarar.“ „Ég get svo sem aðeins talað fyrir sjálfan mig en það sem ég hef heyrt innan Vals þá vildu allir klára mótið. Skil samt vel þann pirring (að mótinu hafi verið hætt) hjá liðum sem áttu möguleika á að fara upp um deild eða bjarga sér frá falli.“ „Klárlega hefðum við viljað klára mótið og eiga möguleika á að vinna Mjólkurbikarinn líka. Við vorum með ágætt forskot í deildinni og það var í okkar höndum að klára Íslandsmótið. Við hefðum getað unnið tvöfalt, við hefðum getað sett stigamet og svo veit ég ekki með markamet en við erum allavega með mjög góða markatölu svo það var margt að keppa að,“ sagði Haukur og ljóst að ef það hefði verið mögulegt hefði hann alltaf viljað klára mót sumarsins. „Þetta er náttúrulega búið að vera stórfurðulegt Íslandsmót. Það byrjar mjög seint, það kemur stopp strax í byrjun móts. Svo kemur annað stopp inn í miðju móti. Menn voru rosalega mikið að æfa sjálfir, mikið um útihlaup og svo vorum við til að mynda mikið í æfingum með styrktarþjálfara í gegnum forritið Zoom. Svo varð náttúrulega að taka ákvörðun, þó svo að við hefðum viljað spila þessa fjóra leiki þá kom annað í veg fyrir það,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistara Vals að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50