Hefði verið til í að eiga möguleika á að vinna tvöfalt og setja stigamet Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 20:15 Haukur Páll hefur ærna ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Daníel Þór Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Hann hefði þó viljað eiga möguleika á því að vinna tvöfalt en Valur átti að mæta KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. „Við vorum að klára æfingu þegar við fáum þessar fréttir. Sumir sem höfðu klárað æfingu fyrr og voru farnir á meðan aðrir fóru beint í símann og sáu að mótinu hefði verið hætt. Við þurftum því að fara hringja í menn og fá það aftur út á æfingavöll til að allavega ræða það að við værum Íslandsmeistarar. Það er svo sem lítið hægt að gera á þessum tímum og mjög sérstakt að verða Íslandsmeistari á þennan hátt,“ sagði Haukur Páll við Vísi í kvöld. Er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill Hauks Páls með Val og eflaust sá sem stendur hvað mest upp úr er horft er til baka. Haukur Páll lyftir Íslandsmeistaratitlinum árið 2018.Vísir/Bára „Þetta er náttúrulega algjört einsdæmi, að mótinu sé bara hætt. Ég vil samt meina að við séum verðugir meistarar þrátt fyrir að við hefðum viljað – leikmenn og allir í kringum félagið – klára Íslandsmótið. En það var svo sem ekki í okkar höndum að gera það. Finnst við þó engu að síður verðugir Íslandsmeistarar.“ „Ég get svo sem aðeins talað fyrir sjálfan mig en það sem ég hef heyrt innan Vals þá vildu allir klára mótið. Skil samt vel þann pirring (að mótinu hafi verið hætt) hjá liðum sem áttu möguleika á að fara upp um deild eða bjarga sér frá falli.“ „Klárlega hefðum við viljað klára mótið og eiga möguleika á að vinna Mjólkurbikarinn líka. Við vorum með ágætt forskot í deildinni og það var í okkar höndum að klára Íslandsmótið. Við hefðum getað unnið tvöfalt, við hefðum getað sett stigamet og svo veit ég ekki með markamet en við erum allavega með mjög góða markatölu svo það var margt að keppa að,“ sagði Haukur og ljóst að ef það hefði verið mögulegt hefði hann alltaf viljað klára mót sumarsins. „Þetta er náttúrulega búið að vera stórfurðulegt Íslandsmót. Það byrjar mjög seint, það kemur stopp strax í byrjun móts. Svo kemur annað stopp inn í miðju móti. Menn voru rosalega mikið að æfa sjálfir, mikið um útihlaup og svo vorum við til að mynda mikið í æfingum með styrktarþjálfara í gegnum forritið Zoom. Svo varð náttúrulega að taka ákvörðun, þó svo að við hefðum viljað spila þessa fjóra leiki þá kom annað í veg fyrir það,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistara Vals að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var hress er Vísir náði í hann í kvöld enda ljóst að Valur er orðið Íslandsmeistari eftir að KSÍ staðfesti að leik yrði hætt á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Hann hefði þó viljað eiga möguleika á því að vinna tvöfalt en Valur átti að mæta KR í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. „Við vorum að klára æfingu þegar við fáum þessar fréttir. Sumir sem höfðu klárað æfingu fyrr og voru farnir á meðan aðrir fóru beint í símann og sáu að mótinu hefði verið hætt. Við þurftum því að fara hringja í menn og fá það aftur út á æfingavöll til að allavega ræða það að við værum Íslandsmeistarar. Það er svo sem lítið hægt að gera á þessum tímum og mjög sérstakt að verða Íslandsmeistari á þennan hátt,“ sagði Haukur Páll við Vísi í kvöld. Er þetta þriðji Íslandsmeistaratitill Hauks Páls með Val og eflaust sá sem stendur hvað mest upp úr er horft er til baka. Haukur Páll lyftir Íslandsmeistaratitlinum árið 2018.Vísir/Bára „Þetta er náttúrulega algjört einsdæmi, að mótinu sé bara hætt. Ég vil samt meina að við séum verðugir meistarar þrátt fyrir að við hefðum viljað – leikmenn og allir í kringum félagið – klára Íslandsmótið. En það var svo sem ekki í okkar höndum að gera það. Finnst við þó engu að síður verðugir Íslandsmeistarar.“ „Ég get svo sem aðeins talað fyrir sjálfan mig en það sem ég hef heyrt innan Vals þá vildu allir klára mótið. Skil samt vel þann pirring (að mótinu hafi verið hætt) hjá liðum sem áttu möguleika á að fara upp um deild eða bjarga sér frá falli.“ „Klárlega hefðum við viljað klára mótið og eiga möguleika á að vinna Mjólkurbikarinn líka. Við vorum með ágætt forskot í deildinni og það var í okkar höndum að klára Íslandsmótið. Við hefðum getað unnið tvöfalt, við hefðum getað sett stigamet og svo veit ég ekki með markamet en við erum allavega með mjög góða markatölu svo það var margt að keppa að,“ sagði Haukur og ljóst að ef það hefði verið mögulegt hefði hann alltaf viljað klára mót sumarsins. „Þetta er náttúrulega búið að vera stórfurðulegt Íslandsmót. Það byrjar mjög seint, það kemur stopp strax í byrjun móts. Svo kemur annað stopp inn í miðju móti. Menn voru rosalega mikið að æfa sjálfir, mikið um útihlaup og svo vorum við til að mynda mikið í æfingum með styrktarþjálfara í gegnum forritið Zoom. Svo varð náttúrulega að taka ákvörðun, þó svo að við hefðum viljað spila þessa fjóra leiki þá kom annað í veg fyrir það,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistara Vals að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48 Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30 Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Twitter eftir ákvörðun KSÍ: „Titlar vinnast á vellinum en ekki á skrifstofu VG“ Það hafa miklar umræður skapast á flestum samfélagsmiðlunum eftir ákvörðun KSÍ í dag en eins og kunnugt er ákvað KSÍ að blása allt mótahald af. 30. október 2020 19:48
Guðni sagði ákvörðunina nauðsynlega Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að blása allt mótahald af vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið nauðsynleg. 30. október 2020 19:30
Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki