„Auðvitað er þetta ákveðinn léttir“ Anton Ingi Leifsson skrifar 30. október 2020 19:20 Þórir er hann var ráðinn til félagsins. HEIMASÍÐA ÞRÓTTAR Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. Stjórn KSÍ tilkynnti í dag að ekki yrðu Íslandsmótin kláruð og heldur ekki Mjólkurbikarinn. Þess í stað enda deildirnar eins og þær standa núna. Þróttur var í harðri fallbaráttu í Lengjudeild karla og þrátt fyrir að vera í 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gátu þær enn fallið er tvær umferðir voru eftir. „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir. Þetta er léttir fyrir alla að fá niðurstöðu í þetta,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í dag. „Mér fannst röksemdir KSÍ sem komu fram í þessari frétt, mér fannst þær mjög góðar og halda vatni. Það er hundleiðinlegt að klára mótin svona en við verðum að horfa á það að samfélagið er í ákveðnu ástandi núna sem við verðum að sætta okkur við.“ Hann segir að í árferði eins og þessu, þá þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. Hvort að blási hafi átt mótið af í síðasta stoppi vill Þórir sem minnst segja um en segir hins vegar að skoða þurfi allar þær ákvarðanir sem hingað til hafa verið teknar. „Ég held að það séu flestir sammála um að það vildu flestir spila mótið til enda. Hugsanlega hefði á einhverjum tímapunkti verið hægt gera eitthvað öðruvísi en við verðum að horfa á stöðuna eins og hún er í dag. Mér fannst stjórnin gera það og færði fyrir því mjög góð og haldbær rök hvernig þeir tóku þessa niðurstöðu. Við erum í erfiðum aðstæðum og þá þarftu að taka erfiðar ákvarðanir.“ „Það er ekkert við stjórn KSÍ að sakast eða einhvern einn aðila. Við þurfum að reyna að læra að þessu. Þetta eru aðstæður sem við höfum ekki kynnst áður og enginn hefur kynnst þeim áður. Við þurfum að fara yfir það í rólegheitum, öll hreyfingin hvernig og hvort hún hefði getað gert betur á einhverjum tímapunkti. Það eru vinklar sem við þurfum að skoða.“ En hvert er framhaldið hjá Þrótti? „Við þurfum að ná áttum. Ég er bæði að tala um karla- og kvennaliðið. Kvennaliðið var ekki í mikilli hættu þrátt fyrir að það hafi verið jöfn barátta. Við þurfum að gefa okkur smá tíma og skoða hvernig við getum endurskipulagt okkur og á hvaða leið við erum,“ sagði Þóri. Íslenski boltinn Lengjudeildin Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, er ánægður með að vera orðinn Íslandsmeistari að nýju þó markið hans – og liðsins – hefði verið að vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Fletcher fékk blessun frá Ferguson Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Þórir Hákonarson, íþróttafulltrúi Þróttar, segir að það sé ákveðinn léttir að niðurstaða sé komin í hvað verður um Íslandsmótin og bikarkeppnina í knattspyrnu. Stjórn KSÍ tilkynnti í dag að ekki yrðu Íslandsmótin kláruð og heldur ekki Mjólkurbikarinn. Þess í stað enda deildirnar eins og þær standa núna. Þróttur var í harðri fallbaráttu í Lengjudeild karla og þrátt fyrir að vera í 5. sæti í Pepsi Max deild kvenna gátu þær enn fallið er tvær umferðir voru eftir. „Auðvitað er þetta ákveðinn léttir. Þetta er léttir fyrir alla að fá niðurstöðu í þetta,“ sagði Þórir í samtali við Vísi í dag. „Mér fannst röksemdir KSÍ sem komu fram í þessari frétt, mér fannst þær mjög góðar og halda vatni. Það er hundleiðinlegt að klára mótin svona en við verðum að horfa á það að samfélagið er í ákveðnu ástandi núna sem við verðum að sætta okkur við.“ Hann segir að í árferði eins og þessu, þá þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. Hvort að blási hafi átt mótið af í síðasta stoppi vill Þórir sem minnst segja um en segir hins vegar að skoða þurfi allar þær ákvarðanir sem hingað til hafa verið teknar. „Ég held að það séu flestir sammála um að það vildu flestir spila mótið til enda. Hugsanlega hefði á einhverjum tímapunkti verið hægt gera eitthvað öðruvísi en við verðum að horfa á stöðuna eins og hún er í dag. Mér fannst stjórnin gera það og færði fyrir því mjög góð og haldbær rök hvernig þeir tóku þessa niðurstöðu. Við erum í erfiðum aðstæðum og þá þarftu að taka erfiðar ákvarðanir.“ „Það er ekkert við stjórn KSÍ að sakast eða einhvern einn aðila. Við þurfum að reyna að læra að þessu. Þetta eru aðstæður sem við höfum ekki kynnst áður og enginn hefur kynnst þeim áður. Við þurfum að fara yfir það í rólegheitum, öll hreyfingin hvernig og hvort hún hefði getað gert betur á einhverjum tímapunkti. Það eru vinklar sem við þurfum að skoða.“ En hvert er framhaldið hjá Þrótti? „Við þurfum að ná áttum. Ég er bæði að tala um karla- og kvennaliðið. Kvennaliðið var ekki í mikilli hættu þrátt fyrir að það hafi verið jöfn barátta. Við þurfum að gefa okkur smá tíma og skoða hvernig við getum endurskipulagt okkur og á hvaða leið við erum,“ sagði Þóri.
Íslenski boltinn Lengjudeildin Þróttur Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, er ánægður með að vera orðinn Íslandsmeistari að nýju þó markið hans – og liðsins – hefði verið að vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00 Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Fyrrum hlaupastjarna ákærð fyrir morð Sport Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Fletcher fékk blessun frá Ferguson Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, er ánægður með að vera orðinn Íslandsmeistari að nýju þó markið hans – og liðsins – hefði verið að vinna tvöfalt í ár. 30. október 2020 19:00
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50