Erlent

Smituðum fjölgar á Skáni og Frakkar bíða eftir Macron

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá Malmö, fjölmennustu borginni á Skáni.
Frá Malmö, fjölmennustu borginni á Skáni. EPA/Johan Nilsson

Skánn slapp nokkuð vel út úr fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins í vor. Mikil aukning hefur þó verið í fjölda smitaðra undanfarnar vikur og þurft hefur að ferfalda fjölda þeirra sem vinna við smitrakningu.

 „Síðustu vikuna leituðu mun fleiri á bráðamóttöku og stærri hluti þeirra en áður var lagður inn á sjúkrahús,“ sagi Peter Ek, yfirmaður bráðamóttökunnar á háskólasjúkrahúsinu á Skáni.

Aldrei hafa jafnmargir greinst með veiruna í Svíþjóð á einum degi og í gær, eða 2.128. Frá upphafi faraldursins hafa alls 117.913 greinst þar í landi og 5.927 látist.

Þá fjölgar smituðum sömuleiðis ört í Frakklandi. Læknar hafa þrýst á stjórnvöld að setja á útgöngubann að undanförnu og íbúar í París bíða nú óþreyjufullir eftir ávarpi Emmanuels Macrons forseta en búist er við að hann kynni hertar takmarkanir í kvöld.

„Það er auðvitað afar erfitt að taka þessar ákvarðanir og þær krefjast undirbúnings. Við sjáum hvað setur, staðan er ekki góð núna. Ég tek þessu með ró, ekki reiði, og vissulega þarf að grípa til aðgerða enda er faraldurinn í stórsókn,“ sagði Parísarbúinn Monique Voisin við AP.

Staðan er þó öllu betri í Ástralíu en fjögurra mánaða löngu útgöngubanni var loksins aflétt í Melbourne í dag. Borgarbúar geta því loks sótt veitingastaði- kaffihús, krár, íþróttaleiki og aðra þjónustu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×