Veður

Austan belgingur og stormur syðst

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vindaspá Veðurstofu Íslands sem gildir klukkan 12 í dag.
Vindaspá Veðurstofu Íslands sem gildir klukkan 12 í dag. Veðurstofa Íslands

Það er spáð austan belgingi í dag og stormi syðst á landinu þar sem gul viðvörun er í gildi. Léttskýjað verður suðvestantil en dálítil rigning eða slydda norðan- og austanlands að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Á morgun er svo spá hvassri austanátt og rigningu víða, einkum um landið suðaustanvert. Seinni partinn á að lægja, fyrst sunnan heiða. Hiti fjögur til tíu stig.

Um helgina er útlit fyrir umhleypinga með vætusömu og frekar mildu veðri.

Veðurhorfur á landinu:

Austan og norðaustan 10-18 m/s, en 18-23 syðst. Víða léttskýjað á Suður- og Vesturlandi í dag, annars slydda eða rigning með köflum, einkum austanlands. Hiti 1 til 8 stig, mildast við suðurströndina.

Austan 15-23 og rigning með köflum á morgun, talsverð um tíma á Suðausturlandi og Austfjörðum. Snýst í suðaustan 8-15 seinnipartinn, fyrst sunnanlands. Heldur hlýnandi.

Á fimmtudag:

Austan 15-23 m/s og rigning með köflum, en talsverð rigning á Suðaustur- og Austurlandi. Snýst í talsvert hægari suðaustanátt seinnipartinn, fyrst sunnanlands. Hiti 4 til 10 stig.

Á föstudag:

Sunnan og suðaustan 8-13 og rigning með köflum, en styttir upp síðdegis á Norður- og Norðausturlandi. Hiti 2 til 8 stig.

Á laugardag:

Suðlæg átt og dálítil væta sunnan- og vestantil í fyrstu, en vaxandi norðaustanátt með rigningu eða slyddu seinni partinn. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag: Breytileg átt, rigning með köflum og milt veður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×